is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13589

Titill: 
  • Betur má ef duga skal. Réttarstaða kvenna á vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þesssari er leitast við að gera grein fyrir réttarstöðu kvenna á vinnumarkaði með áherslu á framkvæmd á sviði jafnréttismála hér á landi. Í upphafi er gerð grein fyrir kvennarétti sem fræðigrein, til að gefa lesendum nokkra innsýn í sérstæða leið kvennaréttarins til að skoða og rannsaka löggjöfina og framkvæmd hennar. Þá er fjallað almennt um stöðu kvenna á vinnumarkaði hér á landi til að gera grein fyrir þeim raunveruleika sem jafnréttislögum er ætlað að taka til. Gerð er tilraun til að svara því hvort jafnréttislög, túlkun og framkvæmd þeirra, fullnægi þeirri efnislegu kröfu sem lögin og stjórnarskrá gera til jafnréttis kynjanna. Í því skyni er fjallað um réttarstöðu kvenna á vinnumarkaði. Sérstök áhersla er á jafnréttislög, þróun þeirra og efnisreglur, en einnig er fjallað um aðra innlenda löggjöf og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði jafnréttismála. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er síðan rannsókn á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í framkvæmd á sviði jafnréttismála hér á landi og þeim viðmiðum sem hafa verið mótuð og lögð til grundvallar í framkvæmd. Til hliðsjónar og til að athuga hvort Ísland fullnægi þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem það hefur undirgengist á þessu sviði er framkvæmd Evrópudómstólsins jafnframt rannsökuð. Þar sem lungað úr framkvæmd á sviði jafnréttismála varðar tvær tegundir ágreiningsmála annars vegar stöðuveitingar og hins vegar mál sem varða mismunun í launakjörum er þróun framkvæmdar sérstaklega skoðuð í þessum málaflokkum.

Styrktaraðili: 
  • Velferðarráðuneytið
Samþykkt: 
  • 4.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Ólafsdóttir_ritgerð.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna