is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13596

Titill: 
  • Landsdómur. Í ljósi reynslunnar af fyrsta máli dómsins
  • Titill er á ensku The special Impeachment Court Landsdómur. Review after the first case tried before the Court
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Landsdómur er sérdómstóll sem ætlað er að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherra. Um landsdóm og málshöfðunarvald er Alþingis kveðið á um í 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir stjskr.). Í 14. gr. stjskr. er að finna þetta ákvæði: ,,Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Landsdómur kom saman í fyrsta skipti þann 8. mars 2011, í kjölfar ákvörðunar Alþingis um höfða sakamál gegn Geir H. Haarde vegna embættisstarfa hans.
    Þann 28. september 2010 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að ákæra skyldi Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna aðgerðaleysis hans í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins á haustmánuðum 2008. Þann 23. apríl 2012 féll dómur í málinu. Sá dómur markar þáttaskil í íslenskri stjórnskipun, enda fyrsta málið sem rekið hefur verið fyrir landsdómi. Í kjölfar dómsins, og einnig í aðdraganda hans, var fyrirkomulag landsdóms harðlega gagnrýnt og bent á að það kerfi og sá háttur, sem hafður var á í samræmi við lögin, væri um margt gallaður og barn síns tíma.
    Meginviðfangsefni ritgerðar þessarar að gera grein fyrir uppbyggingu og þeirri hugmyndafræði, sem hvílir að baki landsdómi sem sérdómstól, skipan hans og málmeðferðarreglum. Verður vísað í dóm í máli 3/2011 eftir því sem við á, sem og þá dóma og úrskurði landsdóms sem féllu áður en mál nr. 3/2011 var dómtekið. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður farið yfir þá hugmyndafræði sem býr að baki landsdómi, þrískiptingu ríkisvalds og þingræðisregluna. Þá er einnig farið yfir eftirlitshlutverk Alþingis. Í þriðja kafla er farið yfir sögulegan bakrunn ráðherraábyrgðar og skilyrði fyrir ráðherraábyrgð reifuð. Í fjórða kafla verður farið yfir landsdóm sem sérdómstól, gildissvið laga sem gilda um landsdóm og lögsögu dómstólsins. Þá verður einnig farið yfir hvernig staðið er að sambærilegum málum í nágrannaríkjum Íslands. Að lokum verður farið yfir skipan landsdóms og almenna málsmeðferð fyrir dómstólnum. Í fimmta kafla verður farið yfir upphaf máls fyrir landsdómi, ákvörðun um saksókn, ákæruvald Alþingis, saksóknara Alþingis og skipun verjanda ákærða. Loks verður í sjötta ritgerðarinnar farið yfir þau álitamál sem komu upp í kjölfar málshöfðunar Alþingis, þau álitamál sem komu upp meðan á rekstri málsins stóð og því velt upp hvað hefði mátt betur fara í rekstri málsins. Í lok ritgerðarinnar verður gerð stutt reifun á dómi landsdóms í máli 3/2011 gegn Geir H. Haarde sem og stutt reifun á niðurstöðum ritgerðarinnar á ensku.

Samþykkt: 
  • 7.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rútur Örn Birgisson_ritgerð.pdf713.43 kBLokaður til...09.01.2030HeildartextiPDF