en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13597

Title: 
 • Title is in Icelandic Tjáningarfrelsi lögaðila á sviði fjölmiðlunar og reglur um ábyrgð á birtu efni skv. lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla
 • Freedom of expression regarding Legal persons' in media and rules concerning their liability in respect of published material according to Act no. 38/2011 on media
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tjáningarfrelsi lögaðila á sviði fjölmiðlunar og ábyrgð þeirra á birtu efni skv. fjölmiðlalögum nr. 38/2011 er efni þessarar ritgerðar.
  Tjáningarfrelsið er varið í 73. gr. mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þegar talað er um mannréttindavernd lögaðila virðist sem um rökvillu sé að ræða, þar sem orðið mannréttindi bendir til þess að um sé að ræða réttindi sem einungis menn njóta og hefur hugtakið raunar verið skilgreint sem tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni og skoðunum. Sú þróun hefur hins vegar orðið að vernd mannréttindaákvæða nær ekki aðeins til einstaklinga heldur einnig til lögaðila, a.m.k. að svo miklu leyti sem við getur átt. Hefur þetta verið staðfest í bæði innlendri sem og erlendri dómaframkvæmd.
  Fjölmiðlar eru í flestum tilvikum lögaðilar og njóta tjáningarfrelsis. Fjölmiðlar gegna þýðingarmiklu samfélagslegu hlutverki og eru einn helsti farvegurinn fyrir opna umræðu í lýðræðisþjóðfélagi. Fjölmiðlum er því tjáningarfrelsi nauðsynlegt til að geta sinnt þessu mikilvæga hlutverki og njóta þeir sérstaklega ríkrar verndar tjáningarfrelsisins. Tjáningarfrelsi þetta er þó ekki án ábyrgðar og kemur fram í 1. málsl. 2. mgr. 73. gr. skjskr. að hver maður eigi rétt á því að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritgerð þessari er því ætlað að lýsa bæði tjáningarfrelsi lögaðila þeirra sem standa að fjölmiðlum og reglum fjölmiðlalaga nr. 38/2011 um ábyrgð þeirra á birtu efni.
  Fyrst verður vikið að hugtökunum mannréttindi og lögaðilar. Þróun og uppruna mannréttinda verður lýst, og hvernig þau birtast í íslenskum rétti. Fjallað verður um áhrif alþjóðasáttmála um mannréttindi á íslenskan rétt og sérstaklega áhrif þeirra á vernd tjáningarfrelsis. Næst verður fjallað um hugtakið lögaðilar og skoðað hvort þeir njóti mannréttinda að íslenskum rétti. Í 3. kafla verður fjallað um hugtakið fjölmiðlar, hlutverk þeirra og sérstöðu. Í 4. kafla verður fjallað um það hvernig tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar snýr að fjölmiðlum og einnig verður fjallað um nokkur atriði sem sérstaklega snúa að tjáningarfrelsi fjölmiðla. Í 5. kafla verður síðan fjallað um ábyrgð lögaðila á birtu efni skv. fjölmiðlalögum nr. 38/2011. Réttarstöðunni eins og hún var fyrir setningu fjölmiðlalaganna verður stuttlega lýst og síðan fjallað um réttarstöðuna eftir setningu laganna. Helstu breytingar og nýmæli um ábyrgð lögaðila á birtu efni verða teknar fyrir og m.a. fjallað um nokkra nýlegar ákvarðanir fjölmiðlanefndar er varða brot lögaðila á fjölmiðlalögunum. Að lokum verður helstu niðurstöðum ritgerðarinnar raktar í kafla 6

Accepted: 
 • Jan 7, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13597


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
skemmueintak.pdf759.36 kBLocked Until...2026/01/28HeildartextiPDF