Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13598
This essay is about Wallace Stevens´ (1879-1955) theory of poetry. During his career Stevens wrote several essays and collected aphorisms in which he considers the nature of poetry, especially the relationship between the imagination or literature and reality. Stevens believes that reality and the imagination are inseperable in man´s experience of the world, and therefore that reality and poetry are really the same thing. This might seem absurd, but recently scholars working within cognitive science have put forward theories regarding what I have called the human´s literary experience of the world. I base my argument mainly on philosopher Mark Johnson who has, both on his own and with others, written about the embodied mind which takes the cognitive aspects of humans―like, for example, feelings, thoughts and memory―to be embodied. With George Lakoff he has written about how the body is the base for all our meanings and that metaphors mark human thought. Johnson also bases his theories on the work of neuroscientist Antonio Damasio concerning the role of feelings and emotions in reason and all human life. These scholars and scientist show that Stevens was not an alienated Romanticist, since there is scientific proof that supports that human experience is bound by forms and full of feeling. These forms and these feelings are exaggerated in literature but they are fundamentally natural and inevitable in human experience and thought. Although it might seem unbelieveable, the reality of humans is poetry.
Í þessari ritgerð er fjallað um skáldskaparfræði bandaríska ljóðskáldsins Wallace Stevens (1879-1955). Stevens skrifaði nokkrar ritgerðir og safnaði í gegnum tíðina afórismum þar sem hann veltir fyrir sér eðli ljóðlistar, sér í lagi sambandi ímyndunarafls og skáldskapar við raunveruleikann. Stevens er þeirrar skoðunar að raunveruleikinn og ímyndunaraflið séu órjúfanlega tengd í upplifun mannsins á heiminum, og þess vegna að raunveruleikinn og ljóðlist séu í raun eitt og hið sama. Þetta kann að virka fjarstæðukennt, en nýverið hafa ýmsir fræðimenn innan hugrænna fræða sett fram kenningar um það sem ég kýs að kalla bókmenntalega upplifun mannsins á heiminum. Í ritgerðinni byggi ég sérstaklega á heimspekingnum Mark Johnson sem hefur bæði einn og ásamt öðrum skrifað um líkamsmótað vitsmunastarf mannsins, en í því felst að hugrænir þættir mannsins―eins og t.d. tilfinningar, hugsanir og minni―eru líkamsmótaðir. Ásamt George Lakoff hefur Johnson sett fram þá kenningu að líkaminn sé grunnviðmið allrar merkingarsköpunar og að líkingar einkenni hugsun mannsins. Johnson hefur einnig byggt hugmyndir sínar á uppgötvunum taugavísindamannsins Antonio Damasio um þátt tilfinninga og geðshræringa í rökhugsun og öllu lífi mannsins. Þessir fræðimenn hafa sýnt fram á að Stevens var ekki í skýjaborgum rómantíkur, heldur eru til vísindalegar rannsóknir sem styðja það að upplifun mannsins er bundin formum og ætíð gædd tilfinningum. Þessi form og þessar tilfinningar eru ýktar í bókmenntum með stílbrögðum en þær eru í grunninn manninum náttúrulegar og óhjákvæmilegar í upplifun hans og vitsmunastarfi. Þó það kunni að vera ótrúlegt er mannlegur raunveruleiki því bókmenntaleiki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Berglind_MA-ritgerð_Fragengin.pdf | 596,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |