is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13602

Titill: 
  • Stuðningur fyrir fjölskyldur einstaklinga með geðræna sjúkdóma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er tekið til umfjöllunar hvaða stuðning aðstandendur einstaklinga með geðræn vandamál hafa. Til eru nokkur úrræði á Íslandi fyrir þá sem hafa geðsjúkdóm en ekki eins mikið fyrir aðstandendur. Mikilvægt er að hafa fjölskylduna með í meðferð hins veika því hún getur veitt mikilvægar upplýsingar, veitt stuðning sem getur hjálpað til við framfarir og fjölskyldumeðlimir geta þá fengið upplýsingar um aðstæður þess veika. Nokkur úrræði eru í boði hérlendis fyrir veika einstaklinginn til dæmis Dvöl, Vin og fleiri en erlendis er úrræði sem byggir á því að hafa fjölskylduna eins mikið með í meðferðinni eins og hægt er og kallast það fjöl-fjölskyldumeðferð (e. Multi Family Therapy). Félagsráðgjafi starfandi á heilbrigðissviði þarf að heita fullum trúnaði um samskipti sín við skjólstæðinga sína samkvæmt lögum. Upp koma tilfelli þar sem trúnaðurinn hamlar framförum sjúklings og efinn um að hann eigi að vera kemur upp.
    Rannsóknir hafa sýnt að með því að fá fjölskyldur með í meðferð er verið að byggja upp traust meðal þeirra og sjúklingsins, fræða fjölskylduna um sjúkdóminn og hjálpa þeim að komast í gegnum sorgarferlið.
    Lykilorð: Geðsjúkdómar, aðstandendur, sorgin, fjöl – fjölskyldumeðferð (e. Multi Family Therapy).

Samþykkt: 
  • 7.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stuðningur í boði fyrir fjölskyldur einstaklinga með geðræna sjúkdóma.pdf685.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna