is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13606

Titill: 
 • Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla : vandi og ávinningur
Útdráttur: 
 • Í greininni er fjallað um rannsókn á hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla. Kannað var námsbrautaval nemenda og viðhorf þeirra til árangurs síns í stærðfræði með spurningalista og kennslustundir í tveimur hópum voru teknar upp á myndbönd í einum skóla. Auk þess voru skoðaðar kennsluáætlanir og lokapróf í áfanganum í fimm skólum. Niðurstöður sýndu að rúmur helmingur
  nemenda taldi sér ekki ganga vel í stærðfræði, tæp 60% skráðra nemenda mætti að jafnaði í tíma á meðan rannsókn stóð yfir og nemendur gengu oft út úr kennslustundum. Ennfremur kom í ljós ósamræmi samanborið við Aðalnámskrá – Stærðfræði 1999, lengra var farið í algebru en námskráin sagði fyrir um í fjórum skólum af fimm en hvergi var tíma varið í samvinnuverkefni eða ritgerðir. Ræddar eru mögulegar orsakir þessa. Lagt er út af kenningum Niss um stærðfræðilega hæfni og ástæður samfélags fyrir menntun í stærðfræði og kenningum Mellin-Olsens um ástæður nemenda fyrir stærðfræðinámi. Settar eru fram hugmyndir að opnum verkefnum sem gætu virkjað nemendur og skýrt fyrir þeim tilgang stærðfræðimenntunar ásamt dæmum um umræðuefni sem gætu örvað stærðfræðilega hugsun.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper examines the implementation of the slow-pace course Mathematics 102 in the comprehensive upper secondary school. Students’ choice of study streams, their views on own performance and their behavior in class in one school was explored empirically, based on a questionnaire and video recordings. Furthermore, study plans and final examinations in five schools were surveyed. Results revealed that more than 50% of the students felt themselves as lowachievers in math, their average attendance was below 60% and they left classes frequently during lessons. Significant discrepancy between the national curriculum and and the final examinations was also found in the five schools. The paper discusses possible reasons for this. The results are related to theories by Niss about mathematical competences and fundamental reasons for mathematics education and to Mellin-Olsen’s theories on students’ rationale for mathematics learning. The paper contains proposals on project work which might provide the students with a rationale for their studies and topics that may
  enhance mathematical class discussions.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Tengd vefslóð: 
 • http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/008.pdf
Samþykkt: 
 • 8.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
008 (2).pdf324.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna