is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13623

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Jellingstenene og Roskilde Domkirke. Kultur, verdensarv, danskhed og turisme
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá ungum aldri hef ég heimsótt bæinn Jelling í Danmörku ásamt fjölskyldu minni næstum því á hverju ári. Þar sem að fjölskylda föður míns kemur frá Vejle, sem er ekki í langri fjarlægð frá Jelling, hef ég alltaf farið þangað í hverri ferð minni til Danmerkur, þótt það sé ekki nema örstutt stopp. Ástæða þess að ég fer alltaf til Jelling er að sjá Jelling steinanna, tvo rúnarsteina frá víkingaöld. Sögu þeirra hef ég lítið þekkt, það sem heillaði mig var útlit þeirra. Það var ekki fyrr en fyrir fáum árum að ég byrjaði að lesa mig aðeins til um sögu þeirra og þegar ég átti aðfara að velja efni í BA ritgerð mína, þá ákveð ég að vilja skrifa um Jelling steinana og samhliða því gafst mér þá tækifæri að kynnast sögu og bakgrunni þeirra meir. Til þess að hafa annað efni til samanburðar við Jelling steinana, ákvað ég að skrifa einnig um Dómkirkjuna í Hróarskeldu. Í þessari ritgerð mun ég skoða hvað þessir staðir eiga sameiginlegt í kongunglegri sögu, hvernig tengja má þá við ýmis menningarhugtök ásamt því að kynna mér stöðu þeirra á heimsminjaskrá UNESCO ásamt að kynna mér ferðamannaiðnaðinn á þessum stöðum.
    Í námi mínu við dönsku hef ég heldur ekki lært mikið um þessa tvo staði og fannst mér því líka kjörið tækifæri að fá að rannsaka sjálfur og kynna niðurstöðurnar í þessari ritgerð, sem jafnvel gæti kveikt áhugann á nemendum í dönsku í framtíðinni að kynna sér betur Jelling-steinana og Dómkirkjuna í Hróarskeldu.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
davidjacobsenBAritgerd.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna