is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13639

Titill: 
  • Mikilvægi eignarréttar: Hvernig skilvirkar stofnanir leysa „auðlindafár“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að greina mikilvægi eignarréttar og annarra stofnana samhliða því að skýra frá hvernig skilvirkar stofnanir, og þá sérstaklega eignarrétturinn, vinna bug á því sem hefur verið kallað auðlindafár eða bölvun náttúruauðlindanna. Greining frá sjónarhorni kerfishagfræði skiptir hér máli því líkön nýklassískrar hagfræði gera jafnan ekki ráð fyrir viðskiptakostnaði. Það hugtak er nauðsynlegt til að fá raunhæfa mynd af mikilvægi eignarréttar og í heimi án eignarréttar verða auðlindir varla nýttar á hagkvæman hátt. Eignarrétturinn skapar hagræna hvata og hefur þannig mótandi áhrif á efnahagslegan árangur. Hér verður rökstutt að efnahagsstofnanir sem búa til gott hvatakerfi haldast í hendur við efnahagsárangur. Mörg hagkerfi skortir viðeigandi stofnanir til að nýta þá vaxtarmöguleika sem til staðar eru og það má rekja til letjandi stofnana sem veita óskilvirka hvata. Letjandi stofnanir leiða til óhagkvæmni og lakari efnahagárangurs. Leyndardómur fjármagnsins í vestrænum ríkjum er að þegnum þar hefur tekist að nýta hagræna eiginleika auðlinda sinna til að skapa og eigngera verðmæti. Vegna þess eignarréttarfyrirkomulags sem þar ríkir búa Vesturlönd við lifandi fjármagn. Mikilvægi eignarréttar, og stofnana, kemur einnig í ljós þegar tekið er til skoðunar hvernig skilvirkar stofnanir forða þjóðum frá auðlindafári. Hagvöxtur er margslungið ferli og því má ætla að þáttur náttúruauðlinda í þeim vexti sé einnig flókið viðfangsefni. Misjöfn reynsla hinna ýmsu landa af náttúruauðlindaeign bendir til þess að eitthvað meira sé undirliggjandi en náttúruauðlindaeignin sjálf. Eitt forvitnilegasta dæmið um það hvernig góðar stofnanir og öruggur eignarréttur hafa unnið saman er reynsla Botsvana. Landinu hefur tekist, ólíkt öðrum Afríkulöndum, að nýta demantaauðlindir sínar á skilvirkan og þjóðfélagslega arðsaman hátt. Þegar eignarréttur, ásamt öðrum stofnunum, er skilvirkur hverfur hin meinta bölvun og því er í raun ekki um auðlindabölvun að ræða heldur stofnanabölvun.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokautgafa_HJ.pdf906.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna