is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13640

Titill: 
  • Tengsl samfélagsgerða, skynjunar og lista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig samfélagsgerð tengist skynjun og list. Skoðað er hvernig samfélagsgerð hefur áhrif á skynjun einstaklingsins á umhverfi sínu og þar með áhrif á það hvernig viðkomandi upplifir sig í heiminum sem umlykur hann. Tekið verður á því hvernig samfélagsgerð hefur áhrif á listform, skynjun og upplifun lista. Umræðunni til stuðnings verður greint frá tveimur ólíkum menningarheimum. Annars vegar verður fjallað um heim Iatmul fólksins á Sepik svæðinu í Papúa Nýju-Gíneu og hins vegar samfélag Vesturlanda en hér er gengið út frá því að Vesturlönd séu tiltölulega einsleit. Einnig verða hugmyndir Bourdieu um habitus og menningarauð teknar fyrir en hann fjallaði um habitus sem eitt af hinum sterku félagsmótunaröflum. Habitus hefur meðal annars mótandi áhrif á skynjun einstaklinga og upplifun þeirra á fegurð og list. Hugmyndir um menningarauð eru mjög mismunandi en þær hafa mikil áhrif innan beggja samfélaganna sem fjallað er um. Í ritgerðinni verður farið í ýmsar mannfræðilegar skilgreiningar á list en fræðimenn eru almennt ekki sammála um það hvað felist í list. Hér er list skoðuð í félagslegu samhengi en samfélagsgerð og félagsmótun innan samfélagsins hefur bein áhrif á listsköpun og upplifun einstaklinga á listinni. Samfélagsgerð hefur einnig áhrif á skynjun einstaklinga á umhverfi og heiminum. Niðurstaða ritgerðarinnar styður við þær hugmyndir að samfélagsgerð sé einn mikilvægasti áhrifaþáttur skynjunar og lista. Það að skynja á „réttan“ hátt er partur af lærðri hegðun sem lærist með félagsmótun. Hvað listina varðar, þá verður list ekki til nema fyrir lærða menningarkóða sem gera skilning og skynjun á verkinu mögulega.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni SLV.pdf545,98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna