is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13642

Titill: 
  • Dreifileiðir íslenskrar vöruhönnunar: Greining á tækifærum og hindrunum greinarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hverjar dreifileiðir íslenskrar vöruhönnunar eru og hver eru tækifæri og hindranir. Það var leitast eftir að komast að því hvernig þeir íslensku vöruhönnuðir sem framleiða vörur og selja þær erlendis fara að og þær áskoranir sem blasa við þeim í markaðssetningu og dreifingu. Farið var yfir líkanið um samval söluráða og þá sérstaklega farið yfir dreifileiðir. Einnig var farið yfir sögu og stöðu voruhönnunar og skapandi greina í dag. Rannsóknin var gerð meðal vöruhönnuða og markaðsfulltrúa í 5 íslenskum vöruhönnunarfyrirtækjum með því markmiði að fá innsýn inn í heim vöruhönnuða í dag, en eins og nær öll fyrirtæki sem starfa innan vöruhönnunargeirans voru þetta örfyrirtæki að stærð. Notast var við hálfopin viðtöl og eigindlegar rannsóknaraðferðir við vinnslu á rannsókninni. Spurningar voru byggðar á líkaninu um samval söluráða. Í lokin er dreifileiðum hvers og eins viðmælanda líst sem og ferlið sem á sér stað í þeim útskýrt með bestu getu. Niðurstöður leiddu í ljós að allir viðmælendur notast við beina dreifingu og nýta sér ekki milliliði eða umboðsmann í dreifingu erlendis. Nær allir viðmælendur áttu í erfiðleikum með að finna aðila til þess að sjá um markaðs- og dreifingarmál fyrir sig erlendis. Hins vegar voru viðmælendur með dreifingu á íslenskum markaði á hreinu. Umhverfi fyrir fyrirtæki í útflutningi á Íslandi er ósamkeppnishæf við hin Evrópulöndin vegna landfræðilegrar fjarlægðar við markað, veikt gengi krónunnar og hárra innflutnings- sem og útflutningsgjalda. Lítið svigrúm var til að greiðar söluþóknun til þriðja aðila í þessu umhverfi. Mörg vöruhönnunarfyrirtæki eru þegar búin að flytja starfsemi sína erlendis í von um að verða samkeppnishæfari á alþjóðamarkaði.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daniel_Olafsson_BS.pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna