Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13656
Þessi MA-ritgerð fjallar um reynslu hjólastólanotenda af aðgengi og samfélagsþátttöku. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast þekkingu og skilning á reynslu fólks sem notar hjólastól og hvernig það tekst á við aðstæður sínar. Niðurstöður eru settar í samhengi við fræði, kenningar, alþjóðasáttmála, lög og reglugerðir. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum og gögnum safnað með viðtölum og þátttökuathugunum. Þátttakendur voru tíu talsins, sex konur og fjórir karlar. Sá yngsti var rúmlega tvítugur, sá elsti á níræðisaldri. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttakendur leggi fyrst og fremst félagslegan skilning í fötlun sína og beiti fjölbreyttum aðferðum til að takast á við aðstæður sínar og viðhorf umhverfisins. Meginvandinn sem hjólastólanotendur þurfa að takast á við í sínu daglega lífi er skortur á aðgengi að manngerðu umhverfi, ekki skerðing einstaklingsins. Hreyfanleiki er fólki nauðsynlegur til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þá er ekki hægt að aðskilja aðgengi og þátttöku en vegna skorts á aðgengi á fólk sem notar hjólastól erfitt með að taka þátt í ýmsum hversdagslegum aðstæðum. Breytingar á lagaumhverfi árið 2012 gefa væntingar um bætt aðgengi. Má þar helst nefna nýja Byggingarreglugerð og Framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks.
This MA thesis addresses how wheel-chair users experience accessibilty and social participation. The aim of the study was to gain knowledge and understanding of the experience of wheel-chair users and how they deal with everyday life situations. The findings are placed in the context of existing research, theories, international human rights treaties, and domestic laws and regulations. The research was conducted with qualitative methods and data collected through in-depth interviews and participant observations. Research participants were ten, six women and four men. The youngest participant was in his early twenties and the eldest in her eighties. The findings indicate that the participants have a social understanding of their disability and use various strategies in order to deal with their everyday circumstances, attitudes, and environments. The main difficulties facing wheel-chair users in their daily lives is not the impairment of the individual, but the lack of accessibility in man-made environment. New legal initiatives and policies accepted in 2012 raise expectations that accessibility may improve in the future. New Building Codes were signed into effect in 2012 and in June the same year, the Icelandic parliament accepted the first National Disability Strategy addressing, among other things, issues of accessibility.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritgerð.pdf | 854,06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |