is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13657

Titill: 
  • Félagsleg þátttaka þroskahamlaðra ungmenna. Þátttaka í skólum og aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um félagslega þátttöku þroskahamlaðra ungmenna í grunn- og framhaldsskólum. Til þess að skilja þá stöðu sem þroskahamlaðir hafa í dag er mikilvægt að hafa vitneskju um þá baráttu sem átti sér áður en fatlað fólk fékk þau réttindi sem nú eru í gildi. Lengi vel var þroskahömluðum haldið utan við samfélagið og það gilti líka um menntun þroskahamlaðra barna. Fötluð börn voru vistuð á stofnanir og fengu ekki aðgang í almenna skóla. Með skóla án aðgreiningar er átt við að öll börn eigi rétt til skólagöngu og menntunar óháð líkamlegri eða andlegri fötlun. Þó að þroskahömluðum nemendum sé heimilt að stunda nám í almennum skólum standa þeir oft utan við félagslífið sem á sér þar stað. Þroskahömluð ungmenni fá síður tækifæri til að taka þátt og upplifa með jafnöldrum sínum en það getur verið vegna takmarkaðrar félagsfærni. Sérstaklega er hætt við að þroskahömluð börn einangrist þegar komið er á unglingsár en þá flækjast samskipti töluvert.
    Með heildarsýn að leiðarljósi hafa skólafélagsráðgjafar mikilvægt hlutverk í að vinna að bættri félagsfærni nemenda og skapa þeim tækifæri til þess að taka þátt í félagslífi innan skólans. Skólafélagsráðgjafar geta starfað sem tengiliðir skólans við heimili og leiðbeint foreldrum í að hvetja börn til þátttöku og aukins sjálfstæðis.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-lovisa skil.pdf558.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna