is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13661

Titill: 
  • Áhrif ofbeldis í fjölmiðlum á árásarhneigð barna og unglinga
  • Titill er á ensku The influence of violence in the media on aggression in children and adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi fólks. Fræðimenn og foreldrar hafa lengi haft áhyggjur af þeim áhrifum sem ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum getur haft á hegðun barna og unglinga. Talið er að þegar börn ljúki grunnskóla hafi þau séð yfir 8.000 morð og meira en 100.000 ofbeldisverknaði í sjónvarpi. Meginviðfangsefni þessarar heimildaritgerðar er að skoða hvort, og þá hvernig, ofbeldi í fjölmiðlum hafi áhrif á árásarhneigð barna og unglinga. Einnig verður fjallað um fjölmiðlanotkun barna og unglinga, ásamt algengi ofbeldis í fjölmiðlum.
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að fjölmiðlanotkun barna og unglinga er mikil. Einnig er ofbeldi í fjölmiðlum mjög algengt. Ofbeldi í fjölmiðlum er einn þeirra áhættuþátta sem geta valdið aukinni árásarhneigð barna og unglinga og hefur bæði skammtíma- og langtímaáhrif. Ofbeldi í fjölmiðlum getur aukið líkamlega og munnlega árásarhneigð barna og unglinga til skamms tíma, ásamt því að auka árásarhneigðar hugsanir og tilfinningar sem tengjast árásarhneigðri hegðun. Það að horfa mikið á ofbeldisfullt efni í æsku eykur líkurnar á árásargjarnri hegðun á fullorðinsárunum. Í ljósi þessara niðurstaðna er mikilvægt að koma á forvörnum til þess að sporna við neikvæðum áhrifum ofbeldis í fjölmiðlum en ýmsar leiðir eru mögulegar í þeim efnum. Félagsráðgjafar vinna oft með börnum og unglingum og gegna því mikilvægu hlutverki í forvarnarvinnu með ungmennum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerdArna2013PDF.pdf486 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna