Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13664
Í þessari ritgerð er leitast við að greina opinbera stefnu yfirvalda í málefnum upptökuheimila og barna sem vistuð voru þar á 20. öldinni, í samhengi við íslenska samfélagsgerð og íslenska orðræðu. Í því skyni eru skýrslur skoðaðar sem voru gerðar af vistheimilanefnd samkvæmt skipun forsætisráðherra skv. lögum nr. 26/2007 skoðað er hvort og þá hversvegna yfirvöld misstu stjórnina. Sú stofnanavæðing sem var við lýði í upphaf 20.aldar gagnrýnd og reynt að skoða hvaða lærdóm hægt er að draga af henni. Eins eru fordómar gegn fátækt og „lauslæti“ kvenna eins og rauður þráður í gegnum um stefnumótun stjórnvalda í málefnum barnaverndar. Í þessu verkefni er fjallað um málefni barna og unglinga í forsjá ríkisins á grundvelli hugmynda um fordóma sem hafa hreiðrað um sig í skjóli ríkisins.
Upphaf barnaverndar á Íslandi verður skoðuð og sú íslenska hefð að senda börn í sveit. Svo virðist sem upptökuheimili hafi jafnan skaðað börn meira og þau hefðu verið betur komin heima hjá sér í sínu umhverfi. Eftirlit með þessum stofnunum virðist hafa verið afar bágborið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HelgaFinnsFinal-3.pdf | 622.25 kB | Lokaður til...01.01.2051 | Heildartexti |