is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13665

Titill: 
 • Titill er á ensku The Complexities of Small Arms Control: Sweden, the US, and an Arms Trade Treaty
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að auka skilning á hegðun ríkja á alþjóðavettvangi, einkum þegar kemur að samvinnu í alþjóðlegum regluverkum. Til að varpa ljósi á málið notar ritgerðin alþjóðaregluverk um vopnaviðskipti, með áherslu á smá- og léttvopn sem tilvik, sem hefur verið lagt til og unnið að innan Sameinuðu þjóðanna. Leitast er við að útskýra hvers vegna slíku regluverki hefur ekki enn verið komið á fót þrátt fyrir langan aðdraganda, herferðir frjálsra félagasamtaka og þrýsting ákveðinna landa. Ritgerðin veltir því upp hvort að skýra megi fjarveru regluverksins með kenningum raunhyggju fyrst og fremst, eða hvort aðrir þættir komi til. Litið er nánar á tvö ríki, Bandaríkin og Svíþjóð, afstöðu þeirra og hegðun í tengslum við smá og léttvopn og alþjóðavopnaviðskiptasamning. Tvær tilgátur eru settar fram. Annars vegar að jákvætt viðhorf Svíþjóðar til slíks samnings megi rekja fyrst og fremst til þátta eins og gilda, áhrifa frjálsra félagasamtaka og mjúks valds (soft power approach) sem nátengdir eru kenningum mótunarhyggju. Hins vegar að neikvætt viðhorf Bandaríkjamanna til samningsins megi skýra fyrst og fremst með þáttum í ætt við kenningar raunhyggju t.d. áhyggjum af eigin hagsmunum og stöðu í formgerðinni.
  Byrjað er á að gera grein fyrir megininntaki kenninga raunhyggju og mótunarhyggju. Að auki er litið nánar á smá- og léttvopn sem slík, einkenni og afleiðingar þeirra, bæði innan landa og alþjóðlega. Einnig eru þær reglur og ferlar sem þegar eru til staðar innan landa, svæðisbundið og alþjóðlega skoðuð og virkni þeirra metin. Þá eru kynnt gögn og tölur um útflutning vopna, almenningsálit og gildismat almennings. Þessi gögn liggja til grundvallar þegar gerð er grein fyrir mismunandi stöðu og viðhorfi Bandaríkjanna og Svíþjóðar og rætt verður hvort og þá hvernig þessir þættir hafa áhrif. Niðurstöðurnar eru að þættir sem rekja megi til raunhyggju, t.d. staða í formgerðinni hafi umtalsverð áhrif á viðhorf til smá og léttvopna og vopnaviðskiptasamningsins sjálfs, einkum í tilviki Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að margt bendi til að tilgáturnar tvær standist, er málið mun flóknara. Ljóst er að ferlar innanlands, sem mótunarhyggjan leggur áherslu á, hafa áhrif á viðhorf og hegðun ríkja, þrátt fyrir staðhæfingar raunhyggjunnar um hið gagnstæða. Slík áhrif eru greinilegri í tilviki Svíþjóðar en eru einnig til staðar í tilviki Bandaríkjanna og þau gætu, ásamt öðrum þáttum, kallað fram breytingar á afstöðu Bandaríkjanna í framtíðinni.  

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to advance an understanding of state behaviour internationally, particularly when it comes to participation in international regimes. For this purpose the thesis examines the issue of small arms and light weapons and their regulation through a possible international regime - the proposed Arms Trade Treaty (ATT) under the auspices of the UN - as a case study. It seeks to shed light on why such a regime has not yet become a reality despite heavy campaigning on its behalf by NGOs and certain states. The question is posed whether the absence of such a regime can be explained by realism alone, or whether other factors may affect states’ positions. To explore this, the thesis looks at the conduct of two states, the United States of America and Sweden, regarding the matter of SALW and the ATT process. Two hypotheses are put forward: firstly that Sweden’s positive stance on the ATT is shaped by factors that are constructivist in nature, mainly norms, NGO influence and a soft power approach; and secondly, that the US’s negative stance on the treaty is driven mainly by self-interest and efforts to maintain its position - factors that align well with realism.
  The thesis starts off by summarizing the theoretical foundations of Realism and Constructivism. Additionally the role, influence and approaches of NGOs are discussed; an overview is given of the problems related to SALW; the already existing mechanisms at domestic, regional and international level that deal with SALW are presented, and their efficiency is assessed. Data on exports, public opinion and values that may influence the different stance of the two states are presented to provide a factual basis for assessing how far these factors may shed light on Sweden’s and the US’s stance on the matter.
  The main findings are that realist logic and position in the international structure do seem to affect national positions on SALW and the ATT, and concerns about security are still important, particularly for the US. There is, thus, evidence to support the two hypotheses: but the matter is much more complex, since domestic factors also appear to impact states’ behaviour - contrary to what realism maintains. Although the impact of such factors may be more evident in the Swedish case, they are also present in the US case and (among other things) leave room for US positions to evolve in future.

Samþykkt: 
 • 9.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MApdfSKemma.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna