is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13669

Titill: 
  • Bókasafnið, staður til að vera á. Bókasafnsþjónusta fyrir unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um bókasafnsþjónustu fyrir unglinga á almenningsbókasöfnum. Byrjað er á að fara aðeins yfir söguna, hin íslensku lestrarfélög og upphaf almenningsbókasafnanna skoðuð, farið verður stuttlega yfir lagaumhverfi almenningsbókasafna í landinu auk þess sem farið verður yfir sögu bókasafnsþjónustu fyrir unglinga í Bandaríkjunum. Það verður einnig skoðaður réttur unglinga til upplýsinga og farið yfir þau lög og reglur sem tengjast unglingum og bókasöfnum, þar með talið lög um almenningsbókasöfn og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að því loknu verður skoðað að hverju þarf að huga þegar á að bjóða upp á sér bókasafnsþjónustu fyrir unglinga, þá verður sérstaklega farið yfir hinar ýtarlegu viðmiðunarreglur sem ALA bandarísku bókavarða samtökin hafa gefið út og hvað þarf að varast þegar útbúið er svæði fyrir unglinga og hvernig skal standa að vali á efni. Það verður farið yfir þjónustu við minnihluta hópa, þá helst hinsegin unglinga og svo unglinga sem koma úr fjölmenningarlegu umhverfi. Að lokum verður fjallað um ímynd bókasafnsins og bókasafnsfræðinganna og hún skoðuð með tilliti til markaðssetningar á bókasöfnum. Ritgerðin endar svo á niðurstöðum og lokaorðum þar sem helstu niðurstöður verða teknar saman með teknu tilliti til smæðar íslenska bókasafnamarkaðarins.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Magný Rós.pdf278.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna