is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13670

Titill: 
  • Er upptaka eftirlits á innri landamærum Schengen ógn við Evrópusamvinnuna? Deila danskra stjórnvalda og Framkvæmdastjórnar ESB sumarið 2011
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að svara því hvort upptaka landamæraeftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja sé ógn við Evrópusamvinnuna. Deila danskra stjórnvalda og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sumarið 2011 er skoðuð til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið. Markmið með ritgerðinni er einnig að svara því hvers vegna dönsk stjórnvöld ákváðu að taka upp hert landamæraeftlirlit sumarið 2011 ásamt því að varpa ljósi á þá möguleika sem aðildarríki Schengen hafa á upptöku landamæraeftirlits. Í ritgerðinni er einnig leitað svara við því hvers vegna Framkvæmdastjórn ESB brást svo harkalega við fyrirætlunum danskra stjórnvalda um upptöku landamæraeftirlits. Rannsóknin er afturvirk tilviksrannsókn sem byggð er á rituðum gögnum og eigindlegum viðtölum. Rannsóknin byggir á kenningu Putnam um stigin tvö í stjórnmálum, kenningu Kaupmannahafnarskólans um öryggisvæðingu, sem og á kenningu Wivel og Mouritzen um hópamyndun ríkja í alþjóðakerfinu. Greining gagna leiddi í ljós að dönsk stjórnvöld réðust í upptöku landamæraeftirlits vorið 2011 til að tryggja stuðning Danska þjóðarflokksins við niðurskurðar áform í lífeyrismálum aldraðra og að aðildarríki Schengen hafa heimild til upptöku á landamæraeftirliti samkvæmt ákveðnum skilyrðum sem getið er í Schengen-sáttmálanum. Ennfremur leiddi greining gagna í ljós að hörð viðbrögð Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins megi rekja til þess að sérfræðingar hennar höfðu grun um að reglur innri markaðarins sem og reglur Schengen-samstarfsins væru brotnar í tilfelli Danmerkur. Greining gagna leiddi einnig í ljós að hafi aðildarríki lög og reglur Schengen-samstarfsins og innri markaðarins að leiðarljósi við skipulagningu upptöku á landamæraeftirliti er slík upptaka ekki ógn við Evrópusamvinnuna. Þegar aðildarríki Schengen ákveða að taka upp landamæraeftirlit er mikilvægt að þau fylgi reglum þar að lútandi svo eftirlitið sé í samræmi við lög ESB. Þegar upptaka landamæraeftirlits er notuð sem verkfæri í pólitískum samningaviðræðum innanlands getur útkoman orðið þess eðlis að hún sé ógn við Evrópusamvinnuna.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagný Hulda_ritgerðpdf.pdf949.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna