is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13681

Titill: 
  • Meðvirkni. Er meðvirkni sjúkdómur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún fjallar um meðvirkni (e. codependency). Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Er meðvirkni sjúkdómur? Hvað gerir það að verkum að einstaklingur þróar með sér einkenni meðvirkni? Einnig verður leitast við að útskýra muninn á meðvirkni og óæskilegum stuðningi. Í ritgerðinni er fræðileg umfjöllun um kenningar um meðvirkni og hugtakið „óæskilegan stuðning“ við hegðun annarra einstaklinga. Fjallað er um þau meðferðarúrræði og þá sjálfshjálparhópa sem í boði eru til þess að ná bata frá meðvirkni. Sagt verður frá þeirri gagnrýni sem varpað hefur verið fram á kenningar um meðvirkni sem og gangrýni á þau úrræði og sjálfshjálparhópa sem í boði eru fyrir einstaklinga sem upplifa einkenni um meðvirkni. Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem stuðst er við rannsóknir, bækur og ritrýndar greinar um efnið.
    Meðvirkni er samansafn af einkennum sem ekki hefur fengið samþykki sem sjúkdómur en lögð var fram tillaga um að setja meðvirkni inn í DSM III (Cermak, 1986), en það var ekki samþykkt (Morgan, 1991). Ekki er til ein stöðluð skilgreining á meðvirkni og er það algengt að einstaklingar greini sjálfa sig meðvirka þar sem skilgreiningin er orðin svo víð (Irvine, 2000). Skilgreining hugtaksins hefur þróast frá því að vera notað yfir eiginkonur vímuefnasjúkra (Irwin, 1995) og í það að geta átt við hvern þann sem býr við einhvers konar óvirkar aðstæður. Deilt hefur verið um það hvort meðvirkni geti flokkast sem sjúkdómur. Samt sem áður er hægt að færa rök fyrir því að meðvirkni sé sjúkdómur þar sem einkenni hans orsakast yfirleitt af álagsþáttum sem geta haft líkamlegar og andlegar afleðingar í för með sér (Zetterlind og Berglund, 1999; Cermak, 1986).

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba - utgafa 2-3.pdf410.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna