is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13685

Titill: 
  • Aðferðafræðileg gagnrýni austurríska skólans á formhyggju, heildarjafnvægiskenningar og pósitífíska hugmyndafræði ríkjandi sjónarmiða í hagfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er aðferðafræðileg nálgun austurríska skólans, einkum eins og hún birtist í verkum þeirra Carls Menger og Friedrichs A. Hayek, notuð til að varpa ljósi á og gagnrýna áhrifamiklar aðferðir, aðferðafræði og kenningar ríkjandi sjónarmiða í hagfræði. Er þá einkum átt við áherslur ríkjandi sjónarmiða á heildarjafnvægiskenningar, formhyggju og loks ýmsar pósitífískar hugmyndir, sem bæði hafa haft talsverð áhrif á aðferðafræði ríkjandi sjónarmiða og legið til grundvallar módernískri sjálfsmynd hagfræðinnar. Skýrt er frá aðferðafræðilegri skuldbindingu Mengers við hið huglæga sjónarhorn þekkingarfræðilegrar einstaklingshyggju (e. subjectivism) sem myndar bakland fyrir aðferðafræðilega nálgun Hayeks. Inntaki pósitífískra hugmynda á 20. öldinni og áhrifum þeirra á kenningar og aðferðafræði í hagfræði eru þá gerð skil. Einnig eru færð rök fyrir tengslum pósitífismans við byltingu formhyggjunnar og sigurgöngu heildarjafnvægiskenninga innan hagfræðinnar um miðja 20. öldina. Aðferðafræði Hayeks, kenningum hans um markaðinn og eðli hagfræðinnar sem vísindagreinar er að lokum stillt upp sem mótvægi við fyrrgreindar hugmyndir, kenningar og aðferðafræði ríkjandi sjónarmiða. Bylting formhyggjunnar fól í sér væntingar um að tungumál hennar gæti skýrt þokukenndar röksemdafærslur hagfræðinga. Þær væntingar urðu hins vegar að engu vegna þeirra óraunhæfu krafna sem formhyggjan gerði í formi forsendna kenninga og líkana. Kenningar og röksemdafærslur hagfræðinnar fjarlægðust þannig hið raunverulega efnahagskerfi og félagsveruleikann. Heildarjafnvægisgreining og jafnvægiskenningar almennt mynda nú kenningarlega undirstöðu í hagfræði ríkjandi sjónarmiða. Kenningar Hayeks um markaðinn setja stórt spurningarmerki við þá sterku stöðu sem slíkar kenningar hafa innan fræðigreinarinnar allrar. Jafnvægiskenningar eru ekki eina hagnýta leiðin til að átta sig á hagfræðilegum viðfangsefnum og geta reynst bæði afvegaleiðandi og takmarkandi. Hagfræðin verður aldrei strangvísindaleg fræðigrein og innan hennar verða að rúmast margar ólíkar aðferðir og margar aðferðafræðilegar nálganir. Nauðsynlegt er að greina þekkingarfræðilegar undirstöður hagfræðinnar og kortleggja betur eiginleika og takmarkanir hennar sem vísindagreinar.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_BV_stafraen_utgafa.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna