is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13694

Titill: 
  • Íþróttir og karlmennska: Myndun og mótun kyngervis í heimi íþrótta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Femínískar kenningar hafa verið áberandi í mannfræði frá upphafi áttunda áratugs síðustu aldar. Tvær samanburðar rannsóknaraðferðir þróuðust innan fræðanna, sú fyrri er kenning Sherry Ortner um að konan sé bendluð við náttúruna og karlinn við menninguna. Seinni kenningin byggir á hugmyndum Rosaldo um innra og ytra rými samfélagsins þar sem karlinn ræður yfir því ytra og konan yfir innra sviðinu. Með annarri bylgju femínískra kenninga er hugtakið kyngervi í öndvegi. Með tilkomu hugtaksins þótti brýnt að benda á að hegðun manna sem sitthvort kynið væri alls ekki eðlislægt. Kyngervi væri ekki það sama og kyn, heldur félagslega mótaðar hugmyndir samfélagsins um hvernig einstaklingar af sitthvoru kyninu eiga að haga sér.
    Karlmennska verður því ávallt mótuð af þeim staðalímyndum sem samfélagið hefur um kyngervi kynjanna. Hugmyndir Connell um ríkjandi karlmennsku hafa markað tímamót í karlafræðunum og hafa margir fræðimenn byggt rannsóknir sínar á þeim. Connell segir að á hverjum stað sé ávallt ríkjandi karlmennska sem gnæfir yfir aðrar tegundir karlmennsku. Karlmennska samkynhneigðra getur til að mynda ekki talist vera ríkjandi karlmennska í vestrænum samfélögum. Þegar kemur að íþróttum hafa samkynhneigðir karlmenn ekki getað leikið á jafnréttisgrundvelli við gagnkynhneigða karlmenn.
    Félagsleg mótun ungra drengja mótar kyngervi þeirra að stórum hluta og í íþróttum læra þeir gildi samfélagsins um ímynd sannrar karlmennsku. Manndómsvígslur á meðal framandi og fjarlægra samfélaga hafa dýpkað skilning mannfræðinga á karlmennsku og má að mörgu leyti líkja þeim við íþróttaleiki á Vesturlöndum. Í slíkum samfélögum eru einnig aðrar hugmyndir um hvað sé kynferðislegt og hvað ekki, sem hefur mikið að segja um hvernig kynhneigð karlmanna mótast og þar af leiðandi karlmennska. Samkynhneigðir íþróttamenn standa frammi fyrir því að karlmennska þeirra sé ekki ríkjandi karlmennska. Gagnkynhneigð er ríkjandi og fyrirfram gefið norm í íþróttaheiminum og eiga því samkynhneigðir í vök að verjast á sviði íþróttanna.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð tilbúin í skilum.pdf525.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna