is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13697

Titill: 
 • Skaðleg karlmennska? : greining á bókinni Mannasiðir Gillz
Útgáfa: 
 • September 2011
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er reynt að fanga þá karlmennskuhugmynd sem Egill Einarsson
  íþróttafræðingur heldur á lofti og skoða hana í ljósi fræðilegra kenninga um
  karlmennsku og valdatengsl í samfélaginu. Kenningar um þróun karlmennsku-
  hugmynda gera ráð fyrir að karlmennska sem hampað er í fjölmiðlum geti haft áhrif
  á hugmyndir stráka um karlmennsku. Fjölmiðlar hafa hampað karlmennsku-
  hugmynd Egils og þar með aukið lögmæti hennar. Helstu niðurstöður eru þær að
  líklega hafi áhrif karlmennskuhugmyndar Egils verið vanmetin. Hún hafi alla burði
  til þess að hafa mótandi áhrif. Eitt einkenni hennar er áhersla á útlit og umhirðu
  líkamans sem hefðbundið telst kvenleg. Til að vega á móti því kvenlega er
  ofuráhersla lögð á fjölda kynferðislegra sigra, stjórnun líkama og tilfinninga auk
  undirskipunar annarra samfélagshópa. Innan orðræðunnar rúmast ekki virðing, ást,
  umhyggja og samskipti á jafningjagrundvelli. Karlmennskuhugmynd Egils virðist
  því líkleg til að stuðla fremur að skaðlegri karlmennsku og vinna þar með gegn
  þróun í jafnréttisátt.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to define characteristics of the masculinity promoted
  by Egill Einarsson alias Gillz and analyze them based on theories of masculinity
  and power relations. Theories of masculinity assume that ideas of masculinity
  promoted in the media can affect young boys and their ideas about masculinity.
  The Icelandic media has promoted Egill’s idea of masculinity and thereby
  legitimized it. The main conclusions are that Egill’s idea of masculinity has great
  potential to influence young people and its effect has been underestimated.
  Egill’s idea of masculinity focuses on physical appearance and personal hygiene.
  To offset femininity there is extreme focus on sexual conquests, physical control
  and suppression of emotions, and also the subordination of other groups. In this
  discourse there is no room for respect, love, care or communication on an equal
  basis. Therefore, Egill’s idea of masculinity appears to promote harmful
  masculinity and undermine social and gender equality.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Tengd vefslóð: 
 • http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/002.pdf
Samþykkt: 
 • 10.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
002.pdf370.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna