is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13715

Titill: 
  • Markaðshneigð sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flest fyrirtæki hafa það meginmarkmið að sýna fram á góðan árangur og standa vörð um samkeppnishæfni sína. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samband milli markaðshneigðar og árangurs fyrirtækja. Á síðustu árum hefur markaðshneigð í menntageiranum fengið aukna athygli og hafa sífellt fleiri fræðimenn viljað tengja hugmyndafræðina að baki markaðshneigð við menntastofnanir á öllum stigum. Á sama tíma eykst skilningur á breytilegum þörfum samfélagsins til menntunar og mikilvægi þess að aðlaga framboð að þessum breyttu þörfum hverju sinni. Bendir þetta til þess að skólar eigi að tileinka sér hugmyndafræðina að baki markaðshneigð líkt og fyrirtæki sem leitast við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Sjálfstætt starfandi skólar eiga sér langa sögu á Íslandi en allra síðustu ár hefur framboð á þessu sviði aukist töluvert. Samhliða fjölbreyttari valkostum til náms eykst samkeppnin um nemendur og reynir þá sem aldrei fyrr á getu skólanna til að laða þá að og halda í þá.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna markaðshneigð hjá sjálfstætt starfandi grunnskólum í Reykjavík en þeir eru alls sex talsins. Gerð var megindleg rannsókn og tóku fimm skólar þátt; Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík, Landakotsskóli, Skóli Ísaks Jónssonar, Suðurhlíðarskóli og Tjarnarskóli. Mælitækið var aðlöguð útgáfa af MARKOR spurningalistanum sem notuð hafði verið áður af þeim Siddiqi og Sahaf (2006) til að mæla markaðshneigð í indverskum háskólum. Helstu niðurstöður voru þær að sjálfstætt starfandi grunnskólar í Reykjavík eru með háa markaðshneigð. Þær víddir sem mældust hæstar voru „Samskipti starfsmanna“ og „Viðbrögð við upplýsingum“.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalheiður Konráðsdóttir.pdf888.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna