is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13721

Titill: 
 • Nýir markaðir - Asía. Fyrir niðursoðna þorsklifur
 • Titill er á ensku New markets - Asia. For Cod liver
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa leitt í ljós að íslensk fiskimið eru nánast laus við mengun og að íslenskt sjávarfang sé mjög heilnæmt. Staðsetning landsins er afskekkt og ekki nærri iðnríkjum sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að það verði laust við iðnaðarúrgang sem getur haft áhrif á hreinleika sjávarafurða
  Þess vegna hafa íslenskar vörur skapað sér sess sem hágæðavörur og er eitt helsta sérkenni þeirra m.a. rekjanleiki sem er einkennandi fyrir íslenska fiskmarkaðinn. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir neytendur því þeir geta auðveldlega fengið upplýsingar á aðgengilegan hátt um það hvenær og hvar fiskurinn sem þeir kaupa/neyta var veiddur.
  Ein af þeim aukaafurðum sem unnin er úr þorski er niðursoðin þorsklifur og hefur framleiðsla á henni farið ört vaxandi á undanförnum árum. Talsverð verðmætaaukning hefur orðið á aukaafurðum á undanförnum árum og tvöfaldaðist hún frá árunum 2008-2012. Það verður umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.
  Markmið þessarar rannsóknar er að markaðsgreina þrjá markaði í Asíu fyrir möguleika á niðursoðinni þorsklifur og komast að því hvaða inngönguleið hentar Íslenskum fyrirtækjum. Fjallað verður um kenningar um alþjóðavæðingu fyrirtækja og inngönguleiðir á erlenda markaði. Væntanlegir markaðir í Asíu, þ.e. Kína, Japan og Suður-Kórea komu til greina út frá greiningu á kaupmætti og fiskneyslu ásamt fleiri þáttum. Eigindlegar aðferðir voru notaðar og tekin viðtöl við framkvæmdastjóra og stjórnendur niðursuðufyrirtækja.
  Það sem stendur upp úr eftir að hafa borið saman og greint löndin, er sá mikli menningarmunur sem er á milli Asíu og Vesturlanda. Þrátt fyrir hinar ýmsu hindranir þá er það mat rannsakanda að það séu veruleg tækifæri í Kína, Japan, og Suður- Kóreu fyrir íslenskar sjávarafurðir.
  Kína er sá markaður sem er vænlegastur fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki á niðursoðinni þorsklifur af þeim þremur sem fjallað var um að mati höfundar. Með hækkandi kaupmætti, eftirspurn eftir fisktegundum sem veiðast ekki við Kína ætti íslenska þorsklifrin að geta náð að skapa sér sess í hugum neytenda þar í landi. Landið er með hátt innflutningshlutfall af pökkuðum/niðursoðnum sjávarafurðum, hæst af löndunum þremur ásamt því að vera með hæsta hagvöxtinn.
  Þar sem þorskur veiðist ekki í Asíu og vinna þarf lifur um leið og hún kemur fersk að landi þá er framleiðslan ávallt bundin við Ísland. Á öllum þeim mörkuðum sem skoðaðir voru þyrfti íslenskt fyrirtæki að fá umboðsmann eða dreifingaraðila til að annast sölu-/markaðstarf og dreifingu að mati rannsakanda.
  Samkvæmt viðmælendum mínum er næg eftirspurn á þeim mörkuðum sem þeir sækja á og ná þeir ekki að anna henni eins og staðan er í dag. Samkvæmt því heildarmagni þorsklifrar sem kemur að landi verði erfitt að standa undir því að stefna á stóra markaði eins og þessa. Þegar og ef frystiskipafloti landsins fer að skila þorsklifrinni að landi þá myndi verða veruleg aukning á hráefni og þá fyrst væri raunhæft fyrir fyrirtæki í niðursuðu að skoða af alvöru asíska markaði.
  Niðurstaða höfundar er að þrátt fyrir stóra markaði og ýmis tækifæri sem þeim fylgja þá séu þeir ekki vænlegir fyrir niðursoðna þorsklifur í allra næstu framtíð vegna skorts á nægjanlegu hráefni og einnig vegna þess að ekki er hefð fyrir neyslu á niðursoðinni þorsklifur og tilkostnaður við sölu og flutning er mikill.

Samþykkt: 
 • 11.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdís_Vilhjálmsdóttir_BS.pdf984.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna