is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13726

Titill: 
  • Litir í markaðsstarfi: Áhrif lita á verðmat og eiginleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvort ólíkir litir hafi áhrif á verðmat og þá skynjuðu eiginleika sem litir geta ljáð vöru. Þrátt fyrir að umfjöllun um liti og notkun þeirra í markaðsstarfi hafi ekki verið í teljandi mæli hér á landi, hefur þetta efni fengið aukna umfjöllun innan markaðsfræðinnar og ýmsar rannsóknir verið framkvæmdar erlendis síðastliðin áratug eða svo. Eftir því sem höfundur kemst næst er rannsókn þessi sú fyrsta sem fer fram á áhrifum lita á meðal íslenskra neytenda. Er því um mikið tækifæri að ræða til frekari rannsókna hérlendis á áhrifum lita.
    Framkvæmd var rannsókn á því hvaða áhrif átta grunnlitir litrófsins gætu haft á verðmat og skynjaða eiginleika á bifreiðum. Rannsóknin var megindleg og var mælitæki rannsóknarinnar frumsaminn spurningalisti höfundar. Spurningalistinn var á pappír og fékk höfundur leyfi kennara á félags- og raunvísindasviði við Háskóla Íslands til þess að koma í kennslustund og leggja spurningalistann fyrir þátttakendur. Alls svöruðu 277 þátttakendur. Fengu þátttakendur í hendur spurningalista á einu blaði þar sem mynd var af bifreið í tilteknum lit og voru þátttakendur beðnir um að leggja verðmat á bifreiðina, auk þess að meta hversu veikt eða sterkt þeir tengdu fyrirframgefna eiginleika við bifreiðina. Þátttakendum voru ekki gefin nein fyrirmæli af höfundi önnur en hér væri um að ræða hluta af meistararitgerð höfundar.
    Niðurstöður benda til þess að munur reyndist ekki vera á milli þeirra lita sem til rannsóknar voru og þess hvað þátttakendur töldu bifreiðina kosta né þá hversu sterkt fyrirframgefnir eiginleikar voru tengdir við bifreiðina. Af niðurstöðum má því draga þá ályktun að ólíkir litir virðast ekki hafa áhrif, heldur er það fremur hönnun og útlit bifreiðarinnar sem slíkrar sem hefur áhrif. Þó voru vísbendingar í sumum tilfellum um mun.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS. Andri Már. Loka..pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna