en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13727

Title: 
 • Title is in Icelandic Mikilvægara en margur heldur hvernig að þessu er staðið. Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna í fyrirtæki sem hefur hlotið starfsmenntaverðlaun
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerðin fjallar um móttöku nýrra starfsmanna og félagsmótun þeirra innan fyrirtækis. Markmið rannsóknarinnar er að kanna móttöku- og þjálfunarferli nýrra háskólamenntaðra starfsmanna hjá íslensku fyrirtæki. Rannsakanda fannst viðfangsefnið áhugavert þar sem það snertir öll fyrirtæki og stofnanir. Með því að móta markvisst og stefnumiðað móttöku- og þjálfunarferli fyrir nýja starfsmenn geta fyrirtæki aukið vellíðan, starfsánægju og hæfni starfsmanna og bætt árangur sinn.
  Fyrirtækið sem skoðað er í rannsókninni hefur hlotið starfsmenntaverðlaunin og út frá því ályktaði rannsakandi að vel sé staðið að móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna. Rannsóknaraðferð var eigindleg og voru tekin 12 viðtöl sem skiptust á eftirfarandi hátt. Sex viðtöl við nýja starfsmenn, þrjú viðtöl við yfirmenn, tvö viðtöl við starfsfóstra og að lokum var tekið viðtal við fræðslustjóra fyrirtækisins.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að móttökuferli nýrra starfsmanna er í föstum skorðum, upplifun viðmælanda af móttökuferlinu er jákvæð og niðurstöður gefa vísbendingu um að nýir starfsmenn eigi góða möguleika á að mynda tengsl við samstarfsmenn sína. Þjálfun nýrra starfsmanna var mátuð við kerfisbundinn þjálfunarhring Mankin. Niðurstöður sýndu að fyrirtækið fer í gegnum fyrstu þrjú skrefin í ferlinu en uppfyllir ekki fjórða skrefið þar sem ekki er gert nægilega formlegt mat á því hvernig nýjum starfsmönnum gengur að tileinka sér þá hæfni sem þarf til að sinna starfi sínu og aðlagast menningu fyrirtækisins. Það að fyrirtækið uppfylli ekki fjórða skrefið í ferlinu gerir það að verkum að ekki er hægt að skilgreina móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækisins sem stefnumiðaða samkvæmt líkani Paul Kearns, en eitt af einkennum stefnumiðaðrar þjálfunar er að frammistaða og árangur er metinn. Að lokum sýndu niðurstöður að fyrirtækið blandar saman stofnanamiðuðum og einstaklingsmiðuðum félagsmótunaraðferðum við móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna. Það hefur þau áhrif að starfsmaðurinn mótast inn í hlutverk sitt undir áhrifum fyrirtækisins sem og út frá sínum eigin skoðunum.

Accepted: 
 • Jan 11, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13727


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gudbjorghuld_msritgerd.pdf956.82 kBOpenHeildartextiPDFView/Open