is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13728

Titill: 
  • Gildi fyrirtækja og mótun hegðunar: Hafa gildi áhrif á hegðun starfsmanna?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn var gerð í meðalstóru fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að athuga hvort inngrip, sem stjórnendur fyrirtækisins höfðu hannað, hefði borið tilætlaðan árangur. Inngripinu var ætlað að styrkja gildi fyrirtækis og fá starfsfólk til að hegða sér frekar eftir gildunum. Gildin eru ábyrgð, gleði, metnaður og trúverðugleiki. Inngripið fólst í því að haldin voru frammistöðusamtöl þar sem starfsmenn fengu endurgjöf á frammistöðu sína út frá gildum fyrirtækis. Samdir voru spurningalistar sem ætlað var að meta viðhorf starfsmanna til þess hvort starfað væri samkvæmt gildum innan fyrirtækis. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir starfsfólk fyrir og eftir að inngrip átti sér stað. Borin voru saman meðaltöl mælinga en enginn marktækur munur var til staðar á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að inngripið hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Meðaltöl beggja mælinga voru þó há en það bendir til þess að almennt finnist starfsmönnum gildin sterk innan fyrirtækis.
    Þegar móta eða breyta á hegðun starfsmanna þannig að hún sé í samræmi við gildi fyrirtækis er hægt að nýta sér aðferðir atferlismiðaðrar stjórnunar. Þekking á lögmálum hegðunar getur verið öflugt vopn í höndum stjórnenda. Ef tilgreint er nákvæmlega hvaða hegðun fylgir hverju gildi vita starfsmenn til hvers er ætlast af þeim. Ef afleiðingastjórnun er notuð þannig að tryggt sé að æskilegar afleiðingar fylgi þegar þessi rétta hegðun á sér stað er hægt að bæta frammistöðu starfsmanna og þannig afkomu fyrirtækja. Mikilvægt er að fyrirtæki temji sér að meta á hlutlægan hátt árangur breytinga.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentun M.A. ritgerð.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna