Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13729
Ritgerð þessi fjallar um fjármál og rekstur íþróttafélaga á Íslandi. Hérlendis er engin heildarlöggjöf um almenn félög eins og íþróttafélög. Hafa þau þó margt líkt með félögum eins og hluta-, samvinnu- og sameignarfélögum. Íþróttafélög eru ekki rekin í hagnaðarskyni en engu að síður þurfa þau að afla sér tekna til þess að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Því getur komið til hagsmunaárekstra á milli þeirra og fjárhagslegra félaga. Í þessari ritgerð er farið yfir það hvernig þjóðfélagið og löggjafinn lítur á tilvist íþróttafélaga og lagaumhverfi þeirra skoðað. Greint er frá hlutverki starfsmanna, iðkenda og sjálfboðaliða og áhrif þeirra á reksturinn. Farið er yfir fjármál íþróttafélaga þar sem áhersla er lögð á að greina tekjumöguleika og hvernig tekjunum er ráðstafað. Félags- og æfingargjöld eru mikilvæg og geta tryggt tilvist lítilla félaga en stór íþróttafélög þurfa að leita annarra ráða til þess að fjármagna sig. Laun starfsmanna eru oft stór þáttur í rekstri íþróttafélaga en einnig getur ferðakostnaður vegið þungt, sérstaklega fyrir félög úti á landi. Komið er inn á bókhalds- og skattskyldu íþróttafélaga. Í lögum nr. 145/1994 um bókhald segir að félög sem hafi á hendi fjáröflun eða fjárvörslu eigi að halda tvíhliða bókhald og ber bókhaldskyldum aðilum skylda til þess að semja ársreikninga. Gert er skil á ársreikningum íþróttafélaga og fjallað um hvernig þeir eru samdir. Félög eiga að skila ársreikningi til ríkisskattstjóra fyrir óskattskylda aðila, skal ársreikningurinn lagður fram á aðalfundi félagsins til samþykktar. Að lokum er greint frá sérstöðu íþróttafélaga þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda og hvaða skattaundanþágur gilda fyrir félögin, s.s. undanþága frá greiðslu tekjuskatts og virðisaukaskatts.
Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að stjórnir íþróttafélaga þurfa að taka fjármál föstum tökum og vinna hörðum höndum af því að lækka skuldir og halda rekstrinum í viðunandi horfi. Án aðkomu sveitafélaga og sjálfboðaliða myndi rekstur íþróttafélaga reynast erfiður og jafnvel ómögulegur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingvar Rafn Stefánsson.pdf | 618,66 kB | Lokaður til...11.01.2033 | Heildartexti |