Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13739
Mikil umræða hefur skapast á Íslandi um hin svo kölluðu smálánafyrirtæki. Í dag eru þau fimm talsins og skutu þau fyrst upp kollinum á Íslandi árið 2009. Umræðan hefur meðal annars komið inn á að neytendur þessara fyrirtækja standi höllum fæti. Talið er að þeir sé ekki nægilega upplýstir um raunkostnað lánanna né séu þeir í stakk búnir til að meta þann kostnað. Athyglisvert er því að kanna hvort neytendur smálána á Íslandi standi höllum fæti og séu í raun með lélegra fjármálalæsi en aðrir neytendur.
Byrjað var að fara yfir hvað smálán eru, fjölmiðlaumfjöllun um þau hérlendis og einnig voru helstu rannsóknir á þeim erlendis skoðaðar. Niðurstöður þeirra bentu helst til þess að almennt væru þær neikvæðu skoðanir sem uppi eru um smálán ekki á rökum reystar.
Einnig var farið yfir helstu víddir og skilgreiningar á fjármálalæsi. Erlendar sem íslenskar rannsóknir voru teknar saman, ljósi varpað á helstu niðurstöður þeirra og þær tengdar rannsókn ritgerðarinnar.
Í rannsókn þessarar ritgerðar voru bornir saman tveir hópar svarenda. Annarsvegar neytendur smálánafyrirtækjanna 1909.ehf, Hraðpeningar.ehf, Kredia.ehf og Smálán.ehf og hinsvegar handahófskennt úrtak Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Reiknuð var út einkunn fyrir fjármálalæsi og reiknað út meðaltal til að bera hópana saman.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að neytendur smálánafyrirtækjanna væru með lakara fjármálalæsi en almenningur á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Davíð_Arnarson_BS.pdf | 1,79 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |