is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13740

Titill: 
  • Hvaða áhrif hefur það á samruna og yfirtökur ef mannauðsþátturinn er tekinn inn í samningsferlið ef litið er til skammtíma og langtíma árangurs?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoðaði höfundur hvaða áhrif samrunar og yfirtökur hafa á mannauð fyrirtækja í samningsferlinu. Nokkrar tegundir eru til þegar kemur að samrunum og yfirtökum, til dæmis láréttur samruni, lóðréttur samruni og samsteypusamruni ásamt vinsamlegum og fjandsamlegum yfirtökum. Ástæður fyrir samruna og yfirtökum voru tilgreindar en þær geta verið margvíslegar eins og vöxtur, samlegðaráhrif og fjölþætting. Sögulegt yfirlit yfir samruna og yfirtökur var skoðað og kom í ljós að slíka viðskiptahætti má rekja langt aftur í tímann og hafa verið við líði í langan tíma í markaðshagkerfinu. Lagalegt umhverfi, hérlendis, sem gildir um þessa viðskiptahætti var jafnframt skoðað. Í ljós kom að samningsferli í samrunum og yfirtökum er mismunandi og samningstími þess ýmist hraður eða langur, vel undirbúinn og skipulagður. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að skoða og kanna hvaða áhrif það hefur á samruna og yfirtökur ef mannauðsþátturinn er tekinn inn í samningsferlið ef litið er til skammtíma og langtíma árangurs. Í ljós kom að margar rannsóknir hafa sýnt fram á að margir samrunar og yfirtökur mistakast, meðal annars vegna þess að ekki er hugað nægilega mikið að mannlega þættinum í samrunaferlinu. Samrunar og yfirtökur eru róttækar breytingar og hafa mikil áhrif á mannauð fyrirtækja, sem er ein helsta auðlind fyrirtækja, því er talið mikilvægt að veita starfsmönnum upplýsingar í gegnum allt samningsferlið ásamt því að taka mismunandi fyrirtækjamenningar fyrirtækjanna og aðra þætti, sem tengjast mannauði, inn í samningsferlið eigi samrunar eða yfirtökur að heppnast þegar til skammtíma eða langtíma er litið.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tanja Björg Sigurjónsdóttir.pdf589.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna