en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13744

Title: 
  • Title is in Icelandic Alþjóðavæðing og tekjuskipting. Ísland 1994-2008
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er alþjóðavæðing (e. globalization) og tekjuskipting (e. income distribution). Markmið hennar er að varpa ljósi á það að hvaða leyti alþjóðahagfræðilíkön og kenningar um áhrif alþjóðavæðingar á tekjuskiptingu eiga við um Ísland. Síðan á níunda áratug síðustu aldar hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu (e. income inequality) aukist í flestum löndum heimsins samhliða aukinni alþjóðavæðingu. Núverandi tímabil alþjóðavæðingar sem hófst eftir síðari heimsstyrjöld hefur að langstærstum hluta haft efnahagsleg áhrif á lönd heimsins. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar skrifuðu undir EES-samninginn sem gekk í gildi árið 1994 og tryggðu þar með þátttöku Íslands í alþjóðahagkerfinu. Eftir undirritun EES-samningsins var landið opið fyrir frjálsu flæði fjármagns, vinnuafls, vara og þjónustu. Afleiðing þessa var aukinn ójöfnuður í skiptingu bæði heildartekna, heildarlaunatekna og heildarfjármagnstekna á Íslandi á tímabilinu 1994-2008 og var ójöfnuðurinn mest áberandi efst í tekjudreifingunni þar sem hæstu tekjur höfðu aukist mest.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þau alþjóðahagfræðilíkön og kenningar um áhrif alþjóðavæðingar á tekjuskiptingu sem fjallað er um eiga öll við um Ísland að einhverju leyti. Tekjuskipting á Íslandi hefur orðið fyrir áhrifum alþjóðavæðingar með ýmsum hætti. Frá hruni bankakerfisins árið 2008 hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu minnkað talsvert en einungis vegna þess að tekjur í efstu tekjutíund lækkuðu. Í dag er staðan sú að óánægja með kaup og kjör geisar innan fjölda starfstétta og fjöldi vel menntaðs fólks hefur lagt land undir fót í leit að betri kjörum. Alþjóðavæðing getur haft í för með sér fjölbreytt tækifæri fyrir þjóðir á alþjóðavettvangi og óhjákvæmilega vakna spurningar um hvað muni gerast í næstu efnahagsuppsveiflu. Ef vilji er til staðar hjá stjórnvöldum til þess að koma í veg fyrir að allt fari þá á sama veg og áður þurfa þau að móta stefnu til framtíðar sem dregur úr ójafnaðaráhrifum alþjóðavæðingar.

Accepted: 
  • Jan 11, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13744


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokautgafa.pdf1.45 MBLocked Until...2023/01/11HeildartextiPDF