en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13746

Title: 
 • Title is in Icelandic Markaðsáhersla ABC barnahjálpar. Ímynd og markhópur
 • The marketing concept in ABC childrens aid. Their image and target market
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessara ritgerðar er að fjalla um markaðsáherslu ABC barnahjálpar, ímynd þeirra og markhóp. Fjallað er um helstu hugtök vörumerkjastjórnunar, félagslegrar markaðsfræði og markaðssetningu félagssamtaka og það tengt við þær aðferðir sem ABC barnahjálp notar í markaðsaðgerðum sínum.
  Höfundur gerði úrtakskönnun með megindlegri rannsóknaraðferð þar sem leitast var eftir að kanna vitund og ímynd almennings á ABC og hver væri helsti markhópur ABC. Einnig var tekið viðtal við markaðsstjóra ABC, Valdísi Samúelsdóttur, og niðurstöður bornar saman við niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar sem og við fræðin. Í rannsókninni voru þátttakendur spurðir spurninga eins og hversu vel eða illa þeir þekktu vörumerki ABC og var það gert til að kanna vitund þeirra og þekkingu á vörumerkinu.
  Könnunin sem framkvæmd var leiddi í ljós að mikil vitund er um ABC, bæði meðal karla og kvenna. Meirihluti þátttakenda höfðu jákvæða afstöðu til ABC en þó voru konur jákvæðari varðandi vörumerkið. Helsti markhópur út frá niðurstöðum er fólk á aldursbilinu 19-24 ára en þá voru konur líklegri til að hafa veitt framlag. Einnig var traust í garð ABC mikið meðal þátttakenda.

Accepted: 
 • Jan 11, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13746


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Alexandra Dögg Sigurðardóttir.pdf1.34 MBOpenHeildartextiPDFView/Open