is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13747

Titill: 
  • Kerfisbreytingar og áhrif þeirra á áhættuspár GARCH líkana
  • Titill er á ensku Structural Breaks and their Effects on GARCH Forecasts
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Febrúar 2013
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tilvist kerfisbreytinga í fjármálagögnum og eru áhrif þeirra á þráleitni og spá GARCH líkana fyrir fé í húfi rannsökuð. Í rannsókninni var reiknirit Bai og Perron notað til að kanna hvort kerfisbreytingar væru til staðar í flökti ávöxtunar OMXI15 vísitölunnar og tímasetningar þeirra fundnar. Notast var við dagleg gögn á tímabilinu frá 3. janúar 1996 til 30. júní 2008 og fundust merki um fimm kerfisbreytingar. Í kjölfarið voru tvær vinsælar útgáfur af GARCH líkaninu, AR(1)-GARCH(1,1) og AR(1)-GJR-GARCH(1,1), metnar og það kannað hvort mögulegt væri að bæta matið fyrir líkönin og minnka þráleitni þeirra með því að taka tillit til áðurnefndra kerfisbreytinga. Rannsóknin leiddi í ljós að matið batnaði fyrir bæði líkönin, samkvæmt upplýsingaviðmiðum Akaike og Bayes, og þráleitni þeirra minnkaði. Næsta skref rannsóknarinnar fólst í því að framkvæma utan úrtaks spá fyrir fé í húfi, þar sem notast var við mislöng spátímabil. Til þess að mæla árangur spálíkananna var notast við tapföllin meðalferviksfrávik og meðalalgildisfrávik og afturvirka prófun, þar sem brothlutföll voru borin saman og gæði spáa metin með Kupiec og Christoffersen prófunum. Þegar brothlutföll spáa voru skoðuð kom í ljós að þau voru yfirleitt mjög svipuð, hvort sem gert var ráð fyrir kerfisbreytingum í líkönunum eða ekki. Hins vegar sýndu tapföllin greinilega að þau líkön, sem tóku tillit til kerfisbreytinga, spáðu nákvæmar fyrir fé í húfi. Af niðurstöðunum var einnig ljóst að líkönin gáfu nákvæmari spá eftir því sem þau höfðu minni þráleitni.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinn Friðriksson - Kerfisbreytingar og áhrif þeirra á áhættuspár GARCH líkana.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna