en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1374

Title: 
  • Title is in Icelandic Starfsmannasamtöl og frammistöðumat
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Fjallað er um starfsmannasamtöl og frammistöðumat og viðhorf starfsmanna og stjórnenda til þeirra rannsakað.
    Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar:
    • Hvað er starfsmannasamtal og frammistöðumat?
    • Hver eru viðhorf starfsmanna og stjórnenda til starfsmannasamtala?
    Leitað var svara við þessum spurningum með fræðilegri umfjöllun þar sem heimilda var aflað úr bókum og fræðiritum. Framkvæmd var viðhorfskönnun á meðal starfsmanna Íslandsbanka og tekið viðtal við deildarstjóra í starfsmannaþjónustu bankans.
    Mannlegi þátturinn í rekstri fyrirtækja er spennandi viðfangsefni og skipar starfsmannastjórnun sífellt stærri sess. Mannauðurinn er sú auðlind fyrirtækja sem skapar samkeppnishæfi umfram keppinautana í síbreytilegu rekstrarumhverfi nútímans.
    Mikilvægt er að framkvæma starfsmannasamtöl, meta frammistöðu fólks og veita endurgjöf. Til þess þarf að hanna sanngjarnt matskerfi sem nær yfir alla þætti starfseminnar. Með markvissum starfsmannasamtölum og frammistöðumati gefst stjórnendum og starfsmönnum tækifæri til samskipta og að koma skoðunum sínum á framfæri. Markmið og tilgangur með samtölum þarf að vera skýr og í takt við heildarmarkmið skipulagsheildar. Í kjölfar starfsmannasamtala er ráðist í úrbætur og þeim fylgt eftir en stjórnendur þurfa að skapa til þess umhverfi, veita hvatningu og þann stuðning sem starfsmenn þurfa til að ná tilætluðum árangri.
    Frammistöðumat er sá þáttur í stjórnun sem afhjúpar vandamál sem leynast innan fyrirtækja, en ein og sér leysa þau engin vandamál.
    Lykilorð:
    Starfsmannastjórnun Mannauðsstjórnun
    Starfsmannasamtöl Frammistöðumat
    Matskerfi Viðhorf til starfsmannasamtala

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
  • Jan 1, 2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1374


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
starfsmsamtol.pdf634.93 kBMembersStarfsmannasamtöl - heildPDF
starfsmsamtol_h.pdf114.53 kBOpenStarfsmannasamtöl - heimildaskráPDFView/Open
starfsmsamtol_e.pdf109.76 kBOpenStarfsmannasamtöl - efnisyfirlitPDFView/Open
starfsmsamtol_u.pdf112.31 kBOpenStarfsmannasamtöl - útdrátturPDFView/Open
Starfsmannasamtöl og frammistöðumat_viðaukar0001.pdf3.36 MBMembersStarfsmannasamtöl - viðaukarPDF