is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13750

Titill: 
  • Facebook - tækifæri eða tímaþjófur? Rannsókn á skynjaðri tryggð einstaklinga við fyrirtæki sem eru virk á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur netið og allur sá heimur breyst verulega og mikil aukning hefur orðið á notkun fólks á samfélagsmiðlum. Í því samhengi má þá helst nefna Facebook sem hefur farið sigurför um heiminn allt frá því það var stofnað árið 2004. Ein aðal breytingin sem orðið hefur með tilkomu samfélagsmiðla er að nú hafa notendurnir meira vald á netinu. Flestir samfélagsmiðlar ganga út á að fólk birti skoðanir sínar, tengist öðrum notendum og deili efni með öðrum. Þetta gefur þeim ekki aðeins tækifæri á því að segja nokkrum vinum frá einhverri upplifun af fyrirtæki eða vöru, því nú geta þeir, í gegnum samfélags¬miðla, sagt hundruðum jafnvel þúsundum frá upplifuninni.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort það að gerast aðdáandi/„læka“ fyrirtækjasíður á Facebook hafi áhrif á skynjaða tryggð einstaklinga við fyrirtæki, það er að segja hvort þeim sem gerast aðdáendur fyrirtækjasíða finnist þeir verða tryggari fyrirtækinu eftir það. Leitast var við að fá svar við rannsóknarspurningunni sem var svo hljóðandi:
    Telur fólk sig verða tryggari viðskiptavini fyrirtækja eftir að hafa gerst aðdáendur þeirra á Facebook?
    Niðurstöðurnar benda til þess að fólk telji sig almennt ekki verða tryggara fyrirtækjum eftir að hafa gerst aðdáendur þeirra á Facebook. Þeir sem verja meiri tíma á Facebook telja sig þó tryggari fyrirtækjum sem þeir hafa gerst aðdáendur að heldur en þeir sem verja þar skemmri tíma.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS. Soffía Erla Bergsdóttir.pdf894.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna