en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13753

Title: 
 • Title is in Icelandic NUK barnavörur: Markaðsgreining
Submitted: 
 • May 2013
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um starfsumhverfi sín. Til að haldast samkeppnishæf á markaði þurfa þau að gera markaðsgreiningu og skoða hvað vel er gert og hvað betur má fara.
  Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir NUK barnavörum á Íslandi og er markmið ritgerðarinnar að leita svara við spurningunni „Hvað þarf NUK að gera til að haldast samkeppnishæft á barnavörumarkaðnum?“.
  Framkvæmd var markaðsgreining og heildarumhverfi NUK skoðað. Sett var fram fræðileg skilgreining á hugtökunum og þau skoðuð út frá sjónarmiði NUK. Heildarmarkaðurinn var skoðaður með tilliti til nær og fjær umhverfis þar sem hver og einn þáttur innan hvers umhverfis var greindur út frá NUK. Samval söluráðana var skoðað og fengin nánari sýn á vörumerkið sjálft og hvað það er sem markhópur NUK leitar eftir. Einnig var framkvæmd SVOT greining þar sem styrkleikar og veikleikar NUK voru kannaðir ásamt því að finna tækifæri og ógnir sem liggja á markaðnum.
  Helstu niðurstöður sýna að staða NUK á markaðnum er ekki nægilega góð. Undanfarið hefur sala dregist saman og ef ekki verður gripið inn í mun NUK dragast aftur í samkeppni á barnavörumarkaðnum. Þegar heildarmyndin er skoðuð eru fjölmörg tækifæri sem leynast á barnavörumarkaðnum fyrir NUK. Því hefur vörumerkið þannig margt til brunns að bera til að styrkja stöðu sína á barnavörumarkaðnum á Íslandi.

Accepted: 
 • Jan 11, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13753


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Magðalena_Kristjánsdóttir_BS.pdf634.53 kBLocked Until...2031/12/31HeildartextiPDF