is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13756

Titill: 
  • Pairs Trading með samþættingaraðferð. Tilvik bandarískra fjármálastofnana
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Pairs trading er markaðshlutlaus fjárfestingarstefna sem byggir á því að nýta sér hlutfallslega misverðlagningu milli tveggja áþekkra hlutabréfa. Það er gert með því að taka langa stöðu í einu hlutabréfi og stutta stöðu í öðru hlutabréfi þegar hlutabréfin eru verðlögð á mis. Stöðutöku er síðan aflétt þegar hlutfallsleg verð leiðréttast. Fjárfestingarstefnan hefur í gegnum tíðina verið nokkuð vinsæl og búið til umtalsverða ávöxtun.
    Í þessari ritgerð er framkvæmd rannsókn á því hvort möguleg pairs trading fjárfestingartækifæri séu til staðar á meðal hlutabréfa sjö stærstu fjármálastofnanna Bandaríkjanna. Notuð er samþættingaraðferð við val á hentugum pörum. Ennfremur eru notaðar tvær aðferðir við tölfræðiprófun á samþættingu, þ.e. aðferð Engle og Granger auk aðferðar Johansen. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að af 21 mögulegu hlutabréfapari þá eru tvö tilfelli samþætt samkvæmt tölfræðiprófun. Því má nýta sér þau sambönd til að búa til pairs trading eignasöfn. Sú logra ávöxtun sem má ná fram á hvert par er 7,6% í öðru tilvikinu en 12,4% í hinu tilvikinu. Þessar niðurstöður taka þó ekki tillit til kostnaðar við viðskipti. Ennfremur er smíðað spálíkan fyrir álag eignasafnsins í öðru tilvikinu þar sem meðaltalshneigð álagsins kemur skýrlega fram. Aukinheldur er ljóst að niðustaða rannsóknarinnar brýtur í bága við veiku útfærslu kenningarinnar um skilvirkni markaða.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Final_BKE.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna