is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13758

Titill: 
  • Rafbækur og almenningsbókasöfn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í stöðu rafbókavæðingarinnar á Íslandi, hvaða áhrif hún hefur á almenningsbókasöfn og hvernig hagsmunir almenningsbókasafna og bókaútgefenda geta farið saman þegar kemur að rafbókum. Opin viðtöl voru tekin við sjö aðila sem starfa á einhvern hátt við útgáfu og miðlun bóka og rafbóka. Viðmælendurnir komu frá bókasöfnum, bókaútgáfum og rafbókamiðlunum en einnig var rætt við einn fulltrúa rithöfunda.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að rafbókavæðingin hér á landi hefur verið hæg og er komin afar stutt á veg. Rafbókavæðingin felur í sér margar áskoranir fyrir almenningsbókasöfn. Á Íslandi felst vandinn fyrst og fremst í því að fá rafbækur inn á bókasöfnin. Stærsta vandamálið erlendis þar sem rafbókaútlán eru hafin, er að finna viðskiptalíkan sem hugnast öllum hagsmunaaðilum. Hagsmunir bókaútgefenda og almenningsbókasafna hvað varðar rafbækur virðast ekki fara saman nú um stundir nema að litlu leyti. Bókaútgefendur eru ósáttir við starfsemi og umgjörð almenningsbókasafnanna. Þeir hræðast ólöglegt niðurhal rafbóka og að auki telja þeir að forsenda rafbókasölu hverfi verði rafbækur í boði á almenningsbókasöfnum. Bókasafns- og upplýsingafræðingar telja hins vegar að hagsmunir almenningsbókasafna og bókaútgáfna fari saman að einhverju leyti. Þeir segja bókasöfn vera góða viðskiptavini bókaútgáfna auk þess sem þau gefi af sér góða bókakaupendur. Bókasöfnin og bókaútgáfurnar sjá fyrir sér einn sameiginlegan flöt í rafbókavæðingunni, hann er sá að bókasöfnin geti tekið að sér að rafbókavæða eldri bækur.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafbækur og almenningsbókasöfn loka.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna