is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13759

Titill: 
 • Aðlögun starfsmanna í kjölfar róttækra breytinga: Stuðningur og viðnám starfsmanna í ferlinu
 • Titill er á ensku Adaptation to Radical Change: Employees Support and Resistance to Organizational Change
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Að innleiða breytingar í skipulagsheildir getur reynst vandasamt verk en rannsóknir hafa bent til þess að breytingarferli misheppnist í allt að 80% tilfella. Fræðimenn virðast sammála um að huga þurfi betur að hinum mannlega þætti breytinga, þeim aðstæðum sem breytingar eiga sér stað í og að þörf sé á að framkvæma raunvísindalegar athuganir á sviði breytingarstjórnunar í ríkara mæli. Höfundur taldi því áhugavert að reyna komast að því hvað verður einna helst til þess að starfsmenn veita breytingarferlum annarsvegar stuðning sinn og hinsvegar viðnám.
  Viðfangsefni verkefnisins er aðlögun starfsmanna í kjölfar róttækra breytinga og tilgangur rannsóknar felst í að leggja fram raunvísndaleg gögn á sviði breytingarstjórnunar. Markmið verkefnisins eru tvíþætt, annarsvegar að gera fræðilegt yfirlit um breytingarstjórnun þar sem áhersla er lögð á aðkomu starfsmanna í ferlinu. Hinsvegar að athuga þáttabyggingu aðlögunarkvarða sem þýddur var fyrir rannsóknina og einnig viðhorf þátttakenda út frá frumsömdum spurningum.
  Í rannsókninni var bæði notast við megindlega- og eigindlega aðferðafræði, en lagður var fyrir spurningalisti og tekin voru tvö eigindleg viðtöl.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þær spurningar sem þýddar voru úr aðlögunarkvarða Farrell sýndu fram á nokkuð góða próffræðilega eiginleika og geta því mögulega nýst sem mælitæki til að meta aðlögun starfsmanna í kjölfar róttækra breytinga. Einnig kom skýrt fram í niðurstöðum frumsaminna spurninga og eigindlegum viðtölum mikilvægi upplýsingaflæðis í ferlinu, að tekið sé mark á viðhorfum starfsmanna og að markmið-, tilgangur- og ávinningur breytinga sé skýr frá upphafi.
  Töluverður fjöldi þátttakenda taldi að ekki hafi verið staðið vel að breytingarferlinu í heild sinni sem gefur til kynna að nauðsynlegt sé að huga betur að málunum. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar setti höfundur fram myndrænt yfirlit um atriði sem geta mögulega haft áhrif á viðnám- og stuðning starfsmanna í breytingarferlum.
  Lykilorð verkefnisins eru: Breytingar í skipulagsheildum, breytingarstjórnun, aðlögun starfsmanna, viðnám gegn breytingum, stuðningur við breytingar.

Samþykkt: 
 • 11.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Rut.pdf944.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna