is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13762

Titill: 
  • Brostnar tálvonir. Melódrömu Rainer Werner Fassbinders
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Veturinn 1970–71 sótti þýski leikstjórinn Rainer Werner Fassbinder endursýningar á tuttugu og tveimur myndum leikstjórans Douglas Sirks. Fassbinder varð fyrir miklum áhrifum af sýningunum eins og greina má í verkum hans næstu árin. Að sumu leyti mætti segja að Fassbinder hafi farið að gera melódrömu árið 1971 með Kaupmanni fjögurra árstíða (Händler der vier Jahrezeiten), því myndir hans minna uppfrá því mjög á Hollywoodmelódrömu hvað varðar viðfangsefni, stíl, persónur og söguheim.
    Myndir Fassbinders eru þó að mörgu leyti frábrugðnar hefðbundnum kvikmyndamelódrömum, sérstaklega hvað varðar þau tilfinningalegu áhrif sem þau hafa á áhorfendur. Þetta má að hluta skýra með því að Fassbinder hafnaði þeirri borgaralegu hugmyndafræði sem gegnsýrir bandarísk melódrömu. Melódramað er form auðskiljanleika; það snýst að um að afhjúpa þau gildi sem liggja veruleika okkar að baki með því að dramatísera hversdaginn. Frásagnartæki melódramans vekja gjarnan tilfinningar hjá áhorfanda með því að draga athygli hans að þessum gildum. Fassbinder dregur athygli áhorfanda að þessum aðferðum melódramans, vegna þess að hefðbundin gildi og merkingu skortir í myndir hans.
    Í þessari ritgerð er fjallað um melódrömu Fassbinders og þau borin saman við þann flokk bandarískra mynda sem kallaðar hafa verið „fjölskyldumelódrömu“ (family melodrama/domestic melodrama). Þegar fjallað hefur verið um líkindi kvikmynda Fassbinders og bandaríska melódramans, verður sjónum beint að því að hvaða leyti verk Fassbinders eru frábrugðin Hollywoodmelódrömum. Þá verður kenningum heimspekingsins Slavoj Žižeks og kvikmyndafræðingsins Lauru Mulvey beitt til að varpa ljósi á virkni hugmyndafræði í melódramanu og nostalgía fjölskyldumelódramans skoðuð í ljósi fasískrar fortíðar Þýskalands. Loks verða tilfinningar í melódramanu skoðaðar, sérstaklega út frá verkum kvikmyndafræðinga á borð við Flo Leibowitz, sem beita kenningum hugrænna fræða (cognitive science) á kvikmyndir.

Samþykkt: 
  • 14.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd-GudrunElsa.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna