is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13765

Titill: 
  • Fasteignamarkaður. Markaðsverð vs nauðungarsöluverð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hinn almenna fasteignamarkað og nauðungarsölur fasteigna. Þetta efni er, og hefur verið, mér hugleikið þar sem ég hef starfað við fasteignamarkaðinn frá byrjun árs 1998 eða í fimmtán ár. Þessi umfjöllun byggir á nokkrum staðreyndum um fasteignamarkaðinn og markaðsgerð hans, fræðilegri umfjöllun um réttarstöðu kaupanda við fasteignakaup og uppboðsaðferðir. Að lokum er smíðað spálíkan til að spá fyrir um verð á fasteignum á almennum markaði sem seldar hafa verið á nauðungarsölu.
    Í upphafi er umfang fasteignamarkaðar skoðað, greining gerð á þróun fasteignaverðs og markaðsgerð hans. Í þessu samhengi er nafn- og raunávöxtun fasteignamarkaðarins skoðað og þar kemur í ljós að raunávöxtun er ekki jafn há og ætla mætti miðað við þá áhættu sem fylgir fasteignakaupum. Einnig kemur í ljós að verð á fasteignum er tregbreytanlegt. Síðan er farið yfir lög og reglur sem gilda um fasteignakaup, hvort sem um er að ræða kaup á fasteign á almennum markaði eða á nauðungarsölu. Mikill munur er þar á og, að mínu mati, ekki raunhæft fyrir almenning, eins og staðið er að málum í dag, að mæta á nauðungarsölu til að kaupa fasteign. Einnig er hér farið yfir gerð uppboða sem síðan er borið saman við þá aðferðafræði sem notuð er við nauðungarsölur hérlendis. Að lokum er smíðað spálíkan til að spá fyrir um verð á ákveðnum fasteignum á almennum fasateignamarkaði sem seldar hafa verið á nauðungarsölu. Þannig er ætlunin að mæla verðmismun á almennum fasteignamarkaði samanborið við verð sem fást fyrir fasteignir á nauðungarsölum.
    Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrirfram gefnar væntingar. Verðið á nauðungarsölum mældist lægra í samanburði við almenna fasteignamarkaðinn. Hlutfallið er þó mishátt á milli ára og munar þó nokkru um. Þá gefa niðurstöður tilefni til að endurskoða það ferli sem notað er í dag við framkvæmd á nauðungarsölu fasteigna.

Samþykkt: 
  • 14.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fasteignamarkadur_PDF.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna