is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13768

Titill: 
  • Stuðla matreiðslumeistarar á veitingahúsum markvisst að upplifun gesta sinna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið matarferðamennska hefur rutt sér til rúms á síðustu árum um allan heim. Ísland er
    þar engin undantekning og nauðsynlegt verður, við þróun íslenskrar ferðaþjónustu á komandi
    árum, að horfa vakandi augum til þessa þáttar ferðaþjónustu.
    Í þessari ritgerð er horft til þess hvort matreiðslumeistarar á veitingahúsum í Reykjavík
    séu meðvitað að leggja sig eftir því að skapa góða og jákvæða upplifun fyrir erlenda
    ferðamenn með matreiðslu og framreiðslu sinni. Rætt var við fimm matreiðslumenn á
    jafnmörgum reykvískum veitingahúsum. Niðurstaðan var að sköpun upplifunar fyrir gesti
    veltur á samspili margra þátta og metur rannsakandiþað svo að allir viðmælendur hafi verið
    mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að standa vel að því að skapa sérstaka upplifun fyrir
    gestina og hafi unnið markvisst að því að ná því takmarki. Hins vegar nálguðust þeir það
    takmark út frá faglegu sjónarhorni matreiðslumenntunar sinnar en ekki frá hugtakinu
    matarferðamennska.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, there has been a global increase in the importance of the concept of culinary
    tourism. Iceland is no exception in this respect and future developments of the country‘s
    tourism-related services must take aim of changing trends in this field.
    This thesis seeks to answer the question whether the chefs of Reykjavik restaurants are
    consciously striving, through their culinary expertise and food service, to create a good and
    positive experience for foreign tourists in the country. Interviews were conducted with five
    chefs in an equal number of restaurants. The results of this research show that the creation of
    tourist experiences depends on a range of differentfactors. The interviewees were all aware of
    the importance of creating a unique and positive experience for their guests and seemed to
    have worked systematically towards reaching that goal. Their approach, however, is largely
    influenced by their professional education as chefsrather than focusing on the concept of
    culinary tourism.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.09.2014
Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.30.9.2012.pdf272,45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna