Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13778
Í ritgerðinni er fjallað um þátt þýðinga í mótun og þróun fjölkerfis íslenskra bókmennta, einkum með hliðsjón af þýðingum á glæpasögum og öðru afþreyingarefni frá blómaskeiði tímaritaútgáfu á síðari hluta 19. aldar til kiljuútgáfu á 21. öld. Kannaðar eru breytingar á bókmenntakerfi þar sem nokkur kyrrstaða ríkti uns stöðugur straumur af þýddum fróðleik og afþreyingu tók að berast inn í það og hreyfingar innan fjölkerfisins upp úr því. Staða þýddra glæpasagna er skoðuð, bæði fyrir og eftir tilurð íslensku sakamálasögunnar sem bókmenntagreinar, og hreyfing þeirra og áhrif til nýsköpunar innan bókmenntakerfisins. Rýnt er í nokkrar elstu og nýjustu þýðingar á glæpasögum á íslensku, m.a. þýðingaraðferðir og málfar en einnig viðbrögð ritdómara, og skoðað hvernig staða þýðinga innan fjölkerfisins speglast í þeim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
eldhusreyfarar-og-stofustass_final.pdf | 945.76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |