is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13779

Titill: 
  • Biskupamóðir í Páfagarði. Mynd Guðríðar Þorbjarnardóttur í skáldskap og veruleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um ólíkar birtingarmyndir Guðríðar Þorbjarnardóttur, einnar aðalsöguhetju Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, sem oft eru nefndar Vínlandssögur. Viðfangsefnið er greint í ljósi endurritunarfræða, þýðingarfræða og með hliðsjón af rannsóknum á evrópskum þjóðardýrlingum. Ritgerðin skiptist í sjö kafla sem markast af ákveðnum tímabilum. Í fyrsta kafla er rýnt í frumheimildir um Guðríði, Vínlandssögurnar tvær, og greint hvaða hlutverki hún gegnir í þeim. Í öðrum kafla eru tengsl sagnanna við helgisögur til athugunar og skyggnst eftir því hvort Guðríður hafi yfir sér blæ helgrar persónu. Þessir kaflar fjalla um tímabilið 980-1500. Í þriðja kafla, sem helgaður er tímabilinu 1500–1900, er saga þýðinga Vínlandssagnanna rakin og sem fyrr er skyggnst eftir sporum Guðríðar. Heiti sagnanna eru m.a. skoðuð með það í huga. Í fjórða kafla er fjallað um tímabilið 1900-1939 en þá tóku sögulegar skáldsögur byggðar á efni íslenskra fornsagna að verða vinsæl skáldskapargrein. Árið 1938 gerði Ásmundur Sveinsson höggmynd af Guðríði og var hún sýnd á heimssýningu í New York ári síðar. Sú mynd markar tímamót í kynningu á Guðríði. Í fimmta kafla, sem fjallar um tímabilið 1936-1998, er fjallað um enn frekari útbreiðslu Guðríðar sem varð á þeim tíma aðalsöguhetja enn fleiri skáldsagna. Jafnréttisbarátta kvenna tók jafnframt að setja mark sitt á endurritun Vínlandssagnanna á þessu tímabili. Í sjötta kafla er Guðríður mátuð í hlutverk þjóðardýrlings og tengsl hennar við yfirvöld á Íslandi á tímabilinu 1980-2000 rakin. Í sjöunda kafla er framhaldslíf Guðríðar í nútímanum til athugunar og vikið að helstu áföngum af vegferð hennar á 21. öldinni. Birtingarmyndir Guðríðar Þorbjarnardóttur í skáldskap og veruleika í 1000 ár gefa mikilvægar vísbendingar um samtímann hverju sinni en jafnframt kemur í ljós að Guðríður hefur bæði fyrr og síðar verið greind og túlkuð í ljósi kristinnar dýrlingahefðar.

Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GUDRIDUR THORBJARNARDOTTIR_jan2013_lokdagerd.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Leiðréttingar á MA ritgerð Sigríðar Helgu Þorsteinsdóttur_jan2014.pdf12.56 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna