is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13784

Titill: 
  • Einhleyp og 74 kíló. Buxnastærð 12 (dálítið þröngar): Um póstfemínísk viðhorf í íslensku skvísubókunum Makalaus og Lýtalaus
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skvísubækur eða skvísusögur (e. chick lit) eru ung en vinsæl bókmenntagrein sem oft hefur verið tengd við umdeilda hugtakið póstfemínisma (e. postfeminism). Í þessari ritgerð er farið yfir hvað póstfemínismi er og hvernig póstfemínískt samfélag lýsir sér, svo eru skvísubækur, uppruni þeirra og umfjöllunarefni skoðuð. Í framhaldi af því er sambandið á milli skvísubóka og póstfemínisma rannsakað. Loks er rætt hvernig þessar hugmyndir birtast í íslensku skvísubókunum Makalaus og Lýtalaus eftir Tobbu Marinós og bækurnar greindar út frá þessum hugmyndum með hliðsjón af meginþemum bókanna sem eru makaleit og útlitsdýrkun. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að Makalaus og Lýtalaus birti og endurspegli póstfemínísk viðhorf og taki þátt í að endurskapa margar af þeim mótsagnakenndu merkingum sem póstfemínismi inniheldur þó þær gangi ekki alveg nógu langt til þess að lýsa öllum þeim vandamálum sem konur standa frammi fyrir í nútímasamfélagi.

Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Guðný Högnadóttir.pdf370.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna