Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13794
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða þær breytingar sem urðu á messunni í rómversk-kaþólsku kirkjunni eftir Síðara Vatikanþing 1962-1965. Til að skoða það þá hef ég borið það saman við messuformið sem samþykkt var á kirkjuþinginu í Trídent 1545-1563 og kölluð var Trídentmessan. Frumheimildin er ályktun Síðara Vatikanþings um lítúrgíuna, sem heitir Sacrosanctum Concilium, og gerir grein fyrir þeim breytingum sem urðu á messunni.
Í lokin er svo fjallað um Benedikt XVI páfa og afstöðu hans til
þessara tveggja helgisiða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FINAL_MASTers.kj.pdf | 509.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |