Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13795
Í greininni er fjallað um hlutlægni eða óhlutdrægni þess sem rannsakar. Sérstaklega er skoðuð rannsóknarnálgun sem kallast orðræðugreining. Því er haldið fram að í orðræðugreiningu skipti meginmáli að rannsakandinn sé meðvitaður um sín eigin áhrif á umfjöllunina um rannsóknarefnið. Fram hjá slíkum áhrifum sé áreiðanlega erfitt að komast en þá sé enn nauðsynlegra að draga þessi áhrif fram þannig að lesendur geti tekið þau með í reikninginn. Rannsókn fræðimanns á sjálfum sér verði þannig hluti af rannsókn hans á orðræðu eða texta. Leitað er skilgreininga á hugtakinu hlutlægni í rannsóknum og staða rannsakandans í orðræðugreiningu rædd. Höfundur tekur dæmi um álitamál þessu tengd úr doktorsrannsókn sinni á orðræðu um íslenska afreksmenn í íþróttum sem náð hafa langt á alþjóðavísu og skoðar hvernig atriði úr hans eigin bakgrunni og ævi gætu haft áhrif á umfjöllun hans um þá. Tilgangur greinarinnar er að hvetja alla rannsakendur til að huga að hlutlægni sinni og vekja til umhugsunar og umræðu um hvernig það verði best gert.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Er hægt að vera óhlutdrægur í rannsóknum.pdf | 170.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |