is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13796

Titill: 
  • "... Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð" : um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Börn vilja skemmtileg ljóð sem þau skilja og ljóð sem fjalla um efni sem þau geta tengt sig við. Ljóð gegna ríku hlutverki í málræktarstarfi grunnskólans og þegar vel er á málum haldið efla þau bæði málskilning og lesskilning. Meðal annars þess vegna er brýnt að laða þau að ljóðum. Í þessari grein er fjallað um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum. Sjónum er meðal annars beint að því hvers konar ljóð grunnskólabörn njóta helst og vilja fást við. Í því sambandi er vísað til erlendra og innlendra rannsókna, svo langt sem þær ná, en bent á að það þurfi frekari rannsókna við í íslenskum skólum. Vakin er athygli á nokkrum nýlegum íslenskum og þýddum ljóðabókum fyrir börn og unglinga og gildi þeirra í kennslu. Gefin eru dæmi um nokkur ljóð og bent á leiðir til að vinna með þau í kennslu. Heiti greinarinnar er sótt til lokaorða Guðmundar á Mýrum í sonnettunni Bókagleypir eftir Þórarin Eldjárn (Óðfluga, 1991), en þar eru tvær síðustu hendingarnar í ljóðinu á þessa leið: „Hann sagði: Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð.“

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 16.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„... Þó er best að borða ljóð, en bara reyndar þau sem eru góð“.pdf237.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna