is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13809

Titill: 
  • „Ástir og aðdáendur.“ Um aðdáendaspuna og skáspuna um Hringadróttinssögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um fyrirbrigðið aðdáendaspuni og tegundir hans. Sérstaklega verður fjallað um skáspuna sem skrifaður er eftir Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Fræðin eiga enn langt í land með að kortleggja aðdáendaspunann. Stuðst verður við kenningar Kristina Busse og Karen Hellekson um aðdáendur og aðdáendaskrif úr bók þeirra Fan Fiction and Fan Communities in the Age of the Internet. Einnig verður litið á kenningar Anne Kustritz, Rihannon Bury, Sonia K. Katyal og Camille Bacon-Smith sem allar hafa rannsakað aðdáendaskrif og hugmyndir Anna Smol um aðdáendaspuna sem út frá heimi Tolkien. Aðdáendaspuninn verður síðan lesinn í ljósi kenninga Judith Butler og Wolfgang Iser. Kannaður verður uppruni aðdáendaspunans og þar með uppruni skáspunans og varpað ljósi á einkenni hans. Skáspuninn er skoðaður sem leið til þess að orða þrá eftir útópísku samfélagi þar sem sambönd eru á jafnréttisgrundvelli. Leitast verður við að finna ástæður fyrir því að aðallega konur skrifa aðdáendaspuna og skáspuna. Skoðað verður hvers vegna verk Tolkiens virðast svo vinsæl í slíkum spuna og sérstöku ljósi varpað á einstaka vináttu karlmanna í sögum hans. Einnig verður innihald spunans kannað og þá sérstaklega tólf sögur sem koma frá aðdáendaspunasöfnum á vefnum. Niðurstöðurnar eru þær að undirliggjandi í sögunum er þráin eftir breytingum í samfélaginu og almennri hugarfarsbreytingu.

Samþykkt: 
  • 17.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ástir og aðdáendur.pdf578.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna