is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13810

Titill: 
  • Titill er á spænsku El anarquismo en España: La lucha proletaria
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð segir frá uppruna anarkisma, hugmyndafræði hugtaksins og hvernig anarkismi barst til Spánar. Reynt er að útskýra hvers vegna hann átti greiða leið inní spænskt samfélag og hvað varð til þess að hann lifði ekki af Borgarastríð sem geysaði á Spáni 1936-1939. Sagt er frá jákvæðum áhrifum anarkisma og skuggamyndir hans einnig kynntar. Til að byrja með er hugtakið útskýrt og kynntir eru til sögunnar helstu upphafsmenn anarkisma, en þannig fær lesandinn betri skilning á atburðarrásinni sem síðar átti sér stað á Spáni. Stiklað er á stóru þegar farið er yfir alþjóðlegt samstarf, helsta regluverk útskýrt og sagt er frá komu anarkisma til landsins. Því næst er sagt frá spænsku samfélagi þegar anarkisminn lætur að sér kveða, bæði umbótum á borð við menntun, laun og lífskjör, en einnig frá ofbeldi, stríði og afleiðingum þess. Verkalýðsfélögum er stofnuð voru af helstu stuðningsmönnum hreyfingarinnar eru gerð skil, en þau urðu veigamikill þáttur í baráttunni gegn valdaráni Francos og stuðningsmanna hans árið 1936. Fjallað verður um ríkisstjórnir, pólitíska flokka og helstu menn innan þeirra, sem er nauðsynlegt til að geta gefið mynd af viðbrögðum fólksins í landinu. Atburðarrásin sem átti sér stað á undan Borgararstyrjöldinni er útskýrð og því næst verður útskýrt hvernig valdaránið 1936 var skipulagt og hvað varð til þess að aðför að lýðræðinu endaði í blóðugri og áralangri styrjöld. Þátttaka anarkista í Borgarastyrjöldinni var veigamikil og farið verður yfir skipulag baráttunnar gegn þjóðernissinnum, stuðning Sovétsins við Spænska lýðveldið og herferð kommúnista gegn anarkistum, sem varð þeim síðarnefndu ofviða. Að lokum eru helstu atriði degin saman og niðurstöður fengnar um það hvers vegna anarkismi varð undir á Spáni.

Samþykkt: 
  • 17.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA anarquismo endanleg útgáfa.pdf359.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna