Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13819
Í þessari ritgerð er fjallað um andsvar bandaríska heimspekingsins Donald Davidson við víðtækri efahyggju og tengsl þess við aðra hluta heimspeki hans. Andsvar þetta kemur víða fram í skrifum hans og sprettur upp úr frumlegri greinargerð hans fyrir sambandi máls, hugsunar og heims. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þessa greinargerð, sem sameinar þrjár hugmyndir sem liggja heimspeki Davidson til grundvallar: túlkun frá rótum, heildarhyggju og úthyggju.
Í þessu augnamiði verður jafnframt gerð grein fyrir gagnrýnni umfjöllun Ludwig og Lepore um andsvar Davidson. Ekki verður gerð tilraun til að svara gagnrýni þeirra í heild sinni, en í lok ritgerðarinnar verður fært rök fyrir því að túlkun Ludwig og Lepore líti að miklu leyti framhjá þeim sögulega þætti sem finna má í úthyggju Davidson, sem síðan hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir það hvernig þeir meta andsvar hans við efahyggju, sem og heimspeki hans í heild sinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stefan Jokulsson(loka m titilogforsidu).pdf | 463.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |